Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 17:24
Brynjar Ingi Erluson
Vill fá Casemiro og Nacho til Al-Nassr
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo vill fá tvo fyrrum liðsfélaga sína í Real Madrid til Al-Nassr í Sádi-Arabíu í sumar.

Ronaldo, sem er 39 ára gamall, tapaði á dögunum bæði úrslitum bikarsins og deildinni fyrir Al-Hilal.

MARCA greinir frá því að Ronaldo hafi hringt í þá Nacho og Casemiro, fyrrum liðsfélaga sína hjá Real Madrid, og reynt að sannfæra þá um að koma til félagsins til að hjálpa honum að byggja sterkara lið.

Manchester United ætlar að losa sig við Casemiro í sumar eftir arfaslakt tímabil hans og þá hefur Nacho, sem er fyrirliði Real Madrid, ákveðið að færa sig um set í sumar þegar samningur hans rennur út.

Casemiro hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu síðustu vikur en talið er að Nacho sé heitur fyrir því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner