Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn efnilegasti leikmaður Brasilíu neitar West Ham
Fagnar hér marki með Palmeiras.
Fagnar hér marki með Palmeiras.
Mynd: EPA
West Ham hefur undanfarna daga verið í viðræðum við Palmeiras í Brasilíu um kaup á hinum 18 ára gamla Luis Guilherme.

Guardian segir hins vegar frá því í dag að þessi efnilegi leikmaður muni ekki fara til West Ham. Enska félagið er ekki að ná persónulegu samkomulagi við hann.

Guilherme er 18 ára gamall kanntmaður og er talinn einn efnilegasti leikmaður Brasilíu.

West Ham var að reyna að kaupa hann fyrir 25,5 milljónir punda og það var jákvæðni um að það myndi ganga upp um liðna helgi, en svo verður ekki. Það er talið líklegt að Guilherme muni frekar fara til Sádi-Arabíu og fá þar mun hærri laun.

Julen Lopetegui, sem tók nýverið West Ham, vonast til að fá sex til átta nýja leikmenn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner