Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðmundur Andri og Scott Ramsay í þjálfarateymi Reynis í stað Alexanders
Scott Ramsay kemur inn í teymi Reynis
Scott Ramsay kemur inn í teymi Reynis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Bjarnason og Scott Ramsay verða Ray Anthony Jónssyni til aðstoðar hjá Reyni Sandgerði út þessa leiktíð en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Alexander Magnússon, sem hefur starfað sem aðstoðarþjálfari liðsins, óskaði eftir því að láta af störum eftir tvö ár í starfi, en hann hjálpaði liðinu að komast upp úr 3. deild á síðasta ári.

Ramsay og Guðmundur Andri hafa bæst í þjálfarateymið og munu aðstoða Ray út leiktíðina.

Guðmundur lék lengst af sínum ferli með Grindavík en lék nokkra leiki með Reyni sumarið 2010.

Scott hóf á meðan vegferð sína á Íslandi með Reyni árið 1997 áður en hann hélt til Grindavíkur.

Reynir er í 10. sæti í 2. deild með 4 stig eftir fimm leiki.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 7 6 1 0 17 - 6 +11 19
2.    Víkingur Ó. 7 4 3 0 15 - 5 +10 15
3.    Völsungur 7 4 1 2 16 - 9 +7 13
4.    KFA 7 4 1 2 19 - 15 +4 13
5.    Ægir 7 3 3 1 13 - 8 +5 12
6.    Þróttur V. 7 3 1 3 8 - 13 -5 10
7.    Höttur/Huginn 7 2 3 2 14 - 16 -2 9
8.    Kormákur/Hvöt 7 2 2 3 7 - 8 -1 8
9.    Haukar 7 2 2 3 9 - 11 -2 8
10.    Reynir S. 7 1 1 5 8 - 21 -13 4
11.    KFG 7 1 0 6 6 - 10 -4 3
12.    KF 7 1 0 6 7 - 17 -10 3
Athugasemdir
banner
banner
banner