Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Hefur engan áhuga á að fara til Liverpool eða Man City
Rodrygo
Rodrygo
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo hefur ítrekað það við fjölmiðla að hann hafi engan áhuga á að yfirgefa Real Madrid í sumar.

Rodrygo hefur spilað fast hlutverk í liði Madrídinga en hann hefur iðulega verið færður á milli vængja og þá spilað sem fremsti maður undir Carlo Ancelotti.

Á nýafstaðinni leiktíð skoraði hann 17 mörk og gaf 9 stoðsendingar, en fjölmiðlar hafa verið að orða hann við bæði Liverpool og Manchester City síðustu vikur.

Um áramótin keypti Real Madrid landa hans Endrick frá Palmeiras en hann gengur formlega til liðs við félagið í sumar og fer beint inn í aðalliðið. Kylian Mbappe mun þá semja við félagið á næstu dögum, en þessi félagaskipti gætu haft veruleg áhrif á spiltíma Rodrygo.

Hann vill halda áfram að skapa söguna með Madrídingum og segist ekki vilja yfirgefa félagið.

„Í þessari viku skrifuðu fjölmiðlar um tilboð, félög og áhuga, en ég veit ekkert um þetta og hef engan áhuga. Ég hef ekki hugmynd um nein tilboð og þó svo þau séu á borðinu þá vil ég bara segja að ég ætla að vera áfram og er ánægður hér. Hvernig get ég yfirgefið Real Madrid??“ sagði Rodrygo og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner