Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 03. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Italiano hættir með Fiorentina (Staðfest) - Með munnlegt samkomulag við Bologna
Mynd: EPA
Vincenzo Italiano hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Fiorentina, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Italiano fékk starfið hjá Fiorentina eftir góðan árangur með Spezia í Seríu A.

Hann tók við Flórensarliðinu árið 2021 og komst í þrjá úrslitaleiki á tíma sínum þar.

Fiorentina hefur síðustu tvö ár spilað til úrslita í Sambandsdeild Evrópu og þá komst liðið einnig í bikarúrslit á síðasta ári.

Eftir 3-2 sigur liðsins á Atalanta í Seríu A í gær tilkynnti Fiorentina að þetta væri síðasta tímabil þjálfarans.

Hann ætlar að skoða aðra möguleika en ítalskir miðlar greina frá því að hann hafi náð munnlegu samkomulagi við Bologna, sem mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Raffaele Palladino, þjálfari Monza, mun taka við Fiorentina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner