Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd þreifar á leikmönnum Palace - Osimhen bíður eftir tilboði frá Arsenal
Powerade
Manchester United hefur áhuga á Olise og fleiri leikmönnum Palace.
Manchester United hefur áhuga á Olise og fleiri leikmönnum Palace.
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Áhugaverð helgi að baki þar sem Halla Tómasdóttir var kjörin forseti Íslands. Vissir þú að hún heldur með Manchester United en hélt einu sinni með Arsenal? Nóg af því, hér er slúðurpakkinn á mánudegi.

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóri Manchester United, fundaði í London með Dougie Freedman, íþróttastjóra Crystal Palace, til að kanna afstöðu félagsins til að selja enska varnarmanninn Marc Guehi (23), enska miðjumanninn Eberechi Eze (25) og franska vængmanninn Michael Olise (22) í sumar. (Football Insider)

Jadon Sancho (24) er tilbúinn að fara aftur til United eftir lánsdvöl hans hjá Borussia Dortmund - en aðeins ef Erik ten Hag fer frá félaginu í sumar. (Mirror)

Bayern München skoðar möguleika á að fá portúgalska miðjumanninn Bruno Fernandes (29) frá Manchester United. (O Jogo)

Crystal Palace mun reyna að fá hollenska kantmanninn Crysencio Summerville (22) frá Leeds ef félagið þarf að selja Olise eða Eze í sumar. (Mirror)

Liverpool vill líka fá Summerville. (Mirror)

Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne (32) mun væntanlega fá tilboð um að yfirgefa Manchester City í sumar. (Football Insider)

Victor Osimhen (25) framherji Napoli bíður eftir tilboði frá Arsenal eða Sádi-Arabíu. (Gazzetta dello Sport)

Cristiano Ronaldo hefur rætt við tvo fyrrverandi liðsfélaga sína í því skyni að sannfæra þá um að ganga til liðs við hann hjá Al Nassr - Nacho Fernandez (34) hjá Real Madrid og brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) hjá Manchester United. (Marca)

Tottenham gæti gert tilboð í enska kantmanninn Callum Hudson-Odoi (23) hjá Nottingham Forest fyrir lok mánaðarins. (Football Insider)

Newcastle United mun reyna að ganga frá samningi við enska miðvörðinn Lloyd Kelly (25) hjá Bournemouth í þessari viku. (Telegraph)

West Ham hefur færst nær 25,5 milljón punda samningi um að fá brasilíska framherjann Luis Guilherme (18) frá Palmeiras. (Times)

Fulham hefur gert Emile Smith Rowe (23) leikmann Arsenal, að forgangsverkefni sínu í sumar og er tilbúið að bjóða í enska miðjumanninn snemma í glugganum. (Telegraph)

Los Angeles Galaxy hefur sent samningstilboð til þýska miðjumannsins Marco Reus (35) sem hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Borussia Dortmund. (Fabrizio Romano)

Enzo Maresca, stjóri Leicester City, verður tilkynntur sem nýr stjóri Chelsea í dag en hann hefur gert fimm ára samning. (Fabrizio Romano)

Á meðan eru þeir bláu fullvissir um að þeir geti gert samning við Tosin Adarabioyo (26), enska miðvörðinn sem verður samningslaus við Fulham í lok mánaðarins. (Football London)

Búist er við að Antonio Conte, fyrrverandi stjóri Chelsea og Tottenham, verði ráðinn nýr stjóri Napoli í vikunni. (Nicolo Schira)
Athugasemdir
banner
banner