Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 03. júní 2024 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe uppljóstrar um það hvenær skiptin verða tilkynnt
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er að ganga í raðir Real Madrid en hann virtist tjá Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, það áðan að félagaskiptin verði tilkynnt í dag.

Mbappe er núna í æfingabúðum franska landsliðsins fyrir EM en Macron mætti í heimsókn í dag.

Það náðist á myndband þegar Macron spyr Mbappe út í það hvenær félagaskiptin verða tilkynnt en stórstjarnan segir þá: „Í kvöld. Í kvöld."

Mbappe greindi sjálfur frá því undir lok tímabilsins að hann myndi yfirgefa PSG eftir tímabilið á frjálsri sölu og það hefur lengi verið rætt um að hann muni ganga til liðs við Real Madrid.

Real Madrid vann Meistaradeildina á laugardag eftir sigur á Dortmund í úrslitaleik á Wembley.


Athugasemdir
banner
banner