Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann gagnrýnir „rasíska" könnun
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur fordæmt könnun sem þýska sjónvarpsstöðin ARD gerði nýverið.

Í könnuninn var spurt hvort almenningur vildi sjá fleiri hvíta leikmenn í landsliðshópnum fyrir Evrópumótið. Um 21 prósent svaraði því játandi.

„Þetta er rasískt. Mér finnst við þurfa að vakna," sagði Nagelsmann pirraður í gær en hann tók undir með leikmanni sínum, Joshua Kimmich, sem gagnrýndi þessa könnun.

„Josh svaraði þessu bara mjög. Þessi spurning er algjörlega fáránleg."

„Það er fólk í Evrópu sem þarf að flýja vegna stríðs eða efnahagslegra þátta. Okkur í Þýskalandi gengur ótrúlega vel með það. Fótboltalið getur verið sameinuð fyrirmynd. Við förum öll í frí til að kynnast öðrum menningarheimum. Og svo koma aðrir menningarheimar hingað inn og við kvörtum yfir því? Mér finnst það furðulegt."

Þýskaland spilar á heimavelli á EM í sumar en mótið hefst 14. júní næstkomandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner