Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 03. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo: Komum enn sterkari til baka
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, segist ætla að mæta sterkari á næstu leiktíð og staðfesti þar með að hann verði áfram hjá félaginu.

Ronaldo sló markamet deildarinnar á öðru tímabili sínu með Al-Nassr en hann gerði 35 mörk er liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Liðið tapaði þá úrslitum bikarsins í vítaspyrnukeppni gegn Al-Hilal, þar sem Ronaldo brast í grát eftir leik.

Frammistaða Ronaldo var mögnuð en hann ætlar að gera enn betur á næstu leiktíð.

Samningur hans rennur út eftir næsta tímabil en það er orðrómur um að hann sé klár í að framlengja til 2026.

„Spila, læra, vaxa og endurtekning. Takk fyrir allan stuðninginn á þessu tímabili. Við komum enn sterkari til baka,“ sagði Ronaldo á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner