Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir úr EM-hópnum á Ólympíuleikana en Mbappe fer ekki
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry þjálfar Ólympíulið Frakka.
Thierry Henry þjálfar Ólympíulið Frakka.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe mun ekki leika með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar.

Frakkar höfðu vonast eftir því að Mbappe myndi spila með liðinu á heimavelli, en svo verður ekki. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, var á meðal þeirra sem kölluðu eftir því að Mbappe yrði í hópnum.

Mbappe mun í sumar ganga í raðir Real Madrid, en það er talið að spænska stórveldið vilji ekki að hann taki þátt á Ólympíuleikunum og komi svo gífurlega þreyttur til Madrídar. Mbappe er auðvitað í landsliðshópi Frakka sem tekur þátt á EM í Þýskalandi. Það mót hefst eftir ellefu daga núna.

Það eru tveir leikmenn úr franska EM-hópnum sem er einnig í Ólympíuhópnum, en það eru Warren Zaire-Emery og Bradley Barcola, ungir leikmenn PSG.

Goðsögnin Thierry Henry er þjálfari Ólympíuliðs Frakka en á fyrir Ólympíuleikana má í mesta lagi velja þrjá leikmenn sem eru eldri en 23 ára. Hinir leikmennirnir þurfa að vera 23 ára og yngri. Henry valdi framherjana Alexandra Lacazette og Jean-Philippe Mateta en þeir eru einu leikmennirnir í hópnum sem eru eldri en 23 ára.

Hópurinn er annars mjög sterkur og til alls líklegur á heimavelli.

Markverðir: Lucas Chevalier (Lille), Guillaume Restes (Toulouse), Obed Nkambadio (Paris FC), Robin Risser (Strasbourg)

Varnarmenn: Bafodé Diakité (Lille), Maxime Estève (Burnley), Bradley Locko (Brest), Castello Lukeba (Leipzig), Kiliann Sildillia (Fribourg), Adrien Truffert (Rennes), Lenny Yoro (Lille)

Miðjumenn: Maghnes Akliouche (Monaco), Joris Chotard (Montpellier), Désiré Doué (Rennes), Manu Koné (Mönchengladbach), Khephren Thuram (Nice), Enzo Millot (Stuttgart), Lesley Ugochokwu (Chelsea), Warren Zaire-Emery (PSG )

Framherjar: Michael Olise (Crystal Palace), Arnaud Kalimuendo (Rennes), Bradley Barcola (PSG), Alexandre Lacazette (OL), Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace), Mathys Tel (Bayern Munich)
Athugasemdir
banner
banner