Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 03. júlí 2017 10:24
Magnús Már Einarsson
Pedro Hipólito tekur við Fram
Hermann Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar og  Pedro Hipólito á leik Fram og Selfoss síðastliðið föstudagskvöld.
Hermann Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar og Pedro Hipólito á leik Fram og Selfoss síðastliðið föstudagskvöld.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Pedro Hipólito verður næsti þjálfari Fram en þetta staðfesti Hermann Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag. Pedro skrifar í dag undir samning við Fram út tímabilið með möguleika á framlengingu ef báðir aðilar verða sáttir.

Pedro var í viðræðum við Fram í síðustu viku og hann sá liðið gera 1-1 jafntefli við Selfoss á föstudaginn. Pedro skrapp síðan heim til Portúgal um helgina en hann er væntanlegur aftur til Íslands í dag.

„Við eigum von á Portúgalanum til landsins í dag til að skrifa undir. Hann þurfti að skreppa heim og ná í fötin sín. Við reiknum með honum á æfingu í Safamýrina í kvöld," sagði Hermann við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er mjög spennandi. Pedro er talinn einn efnilegasti ungi þjálfari Portúgals. Við erum með með stóran hóp af ungum og efnilegum leikmönnum og teljum að við séum að fjárfesta í framtíðinni. Við erum spenntir að sjá hvað hann gerir."

Ólafur Brynjólfsson verður aðstoðarmaður Pedro og mun vinna náið með honum til að hjálpa honum að komast inn í íslenska boltann. Ólafur hefur stýrt Fram í síðustu tveimur leikjum en hann tók tímabundið við þegar Ásmundur Arnarsson var rekinn á dögunum.

Pedro er 38 ára gamall en á þarsíðasta tímabili stýrði hann liði Atletico CP í B-deildinni í heimalandi sínu. Hann lék 52 með unglingalandsliðum Portúgal á sínum tíma.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner