Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   mán 08. apríl 2013 23:04
Magnús Már Einarsson
Magnús Þórir á leið í Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Fylkis, er að ganga til liðs við sína gömlu félaga í Keflavík á nýjan leik samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Verið er að ganga frá lausum endum varðandi félagaskiptin en Magnús mun í fyrramálið fara með Keflvíkingum í æfingaferð til Spánar.

Magnús Þórir lék með Víði Garði og Keflavík í yngri flokkunum og hann hóf meistaraflokksferil sinn hjá síðarnefnda liðinu.

Þessi 22 ára gamli kant og sóknarmaður gekk síðan til liðs við Fylki haustið 2011.

Í fyrra skoraði Magnús Þórir tvö mörk í tuttugu leikjum með Fylki í Pepsi-deildinni.

Áður hafði hann skorað tíu mörk í 58 deildar og bikarleikjum með Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner