Neil Gibson, þjálfari Connah's Quay Nomads, svaraði spurningum fyrir viðureignina gegn KA sem fer fram á Framvelli í kvöld.
Gibson viðurkenndi að KA sé sigurstranglegra liðið fyrir leik kvöldsins og útskýrði muninn á Connah's Quay Nomads í dag og fyrir nokkrum árum síðan, þegar liðið sló til að mynda Stabæk og Kilmarnock úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar.
„KA mun líta á sig sem sigurstranglegra liðið og við lítum á okkur sem örlítið minnimáttar en okkur líður samt eins og við getum komið hingað og gert fína hluti. Við eigum okkar sögu í Evrópu en þá hafði félagið meiri pening á milli handanna. Hérna voru menn í fullu starfi áður en eru bara í hlutastarfi núna," sagði Gibson. „Þrátt fyrir það leggjum við gríðarlega hart að okkur þegar kemur að undirbúningsvinnu og öðru, við viljum gera hlutina rétt þó við séum bara með tvær æfingar í viku."
Markahæsti leikmaður Connah's Quay frá síðustu leiktíð er 39 ára gamall og þá er fyrirliði félagsins 41 árs. Það er líklegt að þeir munu báðir spila í kvöld.