Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks var hundsvekktur eftir tapið í Mjólkurbikarnum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn en vítaspyrnukeppni þurfti til þess að skera úr um sigurvegara leiksins.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Breiðablik
„Þetta var mjög svekkjandi. Ég hef reyndar aldrei tapað bikarúrslitaleik áður, þetta er í fyrsta skipti en þetta var mjög svekkjandi."
„Þetta voru bara tvö frábær lið og baráttuleikur. Þetta var bara 50/50 leikur áður en að þetta fer í vító."
Blikar stilltu upp í þriggja manna varnarlínu og var hann sáttur við það.
„Þetta gekk mjög vel og okkur leið vel í þessu kerfi og ég var bara virkilega stoltur af strákunum. Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu."
Viðtalið við Damir má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir