Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
banner
laugardagur 27. júlí
Lengjudeild karla
Besta-deild karla
mánudagur 22. júlí
Besta-deild karla
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
laugardagur 27. júlí
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 14.nóv 2022 17:55 Mynd: Getty Images
Magazine image

C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum

Það er innan við vika heimsmeistaramótið í Katar. Á næstu dögum ætlum við að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Núna er komið að C-riðlinum en í þeim riðli eru:

Argentína 🇦🇷
Sádí-Arabía 🇸🇦
Mexíkó 🇲🇽
Pólland 🇵🇱

1. Argentína 🇦🇷
Staða á heimslista: 3
Suður-Ameríkumeistararnir koma inn í mótið taplausir í 35 leikjum í röð. Þetta er síðasti dans Lionel Messi á HM og það eru margir sem vonast eftir því að þessi magnaði fótboltamaður muni kveðja sem heimsmeistari. Þeir ollu vonbrigðum á HM 2018 en hafa náð vopnum sínum og mæta sterkir á þetta mót.



Þjálfarinn: Lionel Scaloni


Hafði bara starfað sem aðstoðarþjálfari áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá Argentínu eftir HM 2018. Eftir að hann stýrði liðinu til sigurs á Copa America í fyrra þá tókst honum að vinna stuðningsmennina á sitt band. Það eru allir með honum í liði fyrir þetta mót.

Lykilmaður: Lionel Messi


Það snýst allt um hann í Argentínu. Einn besti fótboltamaður sögunnar.



Fylgist með: Enzo Fernandez


Miðjumaður sem hefur verið að leika afskaplega vel með Benfica í Portúgal. Það er bara tímaspursmál hvenær hinn 21 árs gamli Fernandez mun fara í stærra félag. Hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United.



Argentína ætlar sér alla leið á þessu móti. Þetta er síðasta mót Messi og það verður auðvitað krafan.

2. Pólland 🇵🇱
Staða á heimslista: 26
Við spáum því að Pólland fari upp úr riðlinum með Messi og félögum. Þeir hafi betur gegn Mexíkó í þeirri baráttu. Eins og hjá Argentínu þá eru Pólverjar með einn leikmann sem er í algjörum sérflokki, en Pólverjar mynda líka öfluga heild sem erfitt er að brjóta á bak aftur. Þeir eru með mann í sínu liði sem getur skorað gegn öllum liðum og ef þeir ná upp sterkum varnarleik þá eru þeim allir vegir færir.

Þjálfarinn: Czeslaw Michniewicz


Pólverjar þurftu óvænt að fara í þjálfaraleit um síðustu jól eftir að Paulo Sousa tilkynnti að hann væri hættur til að taka við Flamengo í Brasilíu. Fabio Cannavaro og Andriy Shevchenko voru orðaðir við starfið en að lokum var Michniewicz ráðinn en hann hafði stýrt Legia Varsjá áður en hann tók við þessu starfi. Það voru ekki allir sáttir við ráðninguna en hann kom liðinu á HM. Núna er næsta verkefni að koma Póllandi upp úr riðlinum.

Lykilmaður: Robert Lewandowski


Hefur verið besti sóknarmaður Evrópu síðustu árin og er langmiklvægasti leikmaður Póllands. Það er spurning hvort kerfið sem Michniewicz er að spila henti Lewandowski vel en það verður að koma betur í ljós þegar til Katar er komið.



Fylgist með: Matty Cash


Er fæddur og uppalinn í Englandi, og hefur leikið þar allan sinn feril. En móðir hans er pólsk og því gat hann spilað fyrir pólska landsliðið. Hann valdi að gera það þar sem hann var ekki að fá tækifærin með Englandi. Frábær hægri bakvörður fyrir Pólverja að hafa og verður fróðlegt að fylgjast með honum í Katar.

3. Mexíkó 🇲🇽
Staða á heimslista: 13
Mexíkóar hafa ekki litið sérlega vel út í aðdraganda mótsins og það eru áhyggjur í landinu fyrir mótið. Mexíkó vill pressa hátt og spila fallegan fótbolta, en það hefur gengið illa hjá þeim að halda út heila leiki. Það hafa líka verið meiðsli að plaga hópinn sem eru ekki góð tíðindi. Mexíkó hefur fallið út í 16-liða úrslitum frá 1994, en komast þeir upp úr riðlinum núna?

Þjálfarinn: Gerardo “Tata” Martino


Hinn gamalreyndi Tata Martino er að þjálfa Mexíkó og hefur gert það frá því í janúar 2019. Hann þjálfaði þar áður Barcelona meðal annars. Hann byrjaði af krafti í starfinu en síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Tata hefur sjálfur kallað sig óvin númer eitt í Mexíkó og hefur kannski ekki alveg rangt fyrir sér hvað það varðar.

Lykilmaður: Hirving Lozano


Þegar Chucky - eins og hann er kallaður - er á deginum sínum þá er hann illviðráðanlegur. Þessi kantmaður Napoli á Ítalíu þarf að eiga gott mót. Getur líka spilað sem fölsk nía og leyst það vel. Er með mikinn sprengikraft og góða tækni. Búinn að spila vel með Napoli á þessari leiktíð.

Fylgist með: Guilermo Ochoa


Það er líkt og þessi hárprúði markvörður spili bara fótbolta á fjögurra ára fresti. Maður sér hann yfirleitt bara spila á HM og þegar hann spilar á stærsta sviðinu þá er hann yfirleitt ótrúlega góður. Maður mun líklega velta því fyrir sér á meðan maður fylgist með leikjum Mexíkó af hverju Ochoa sé ekki að spila með Barcelona eða Manchester United. En honum líður einfaldlega best þegar hann spilar á HM. Leikur í dag með America í heimalandinu.



4. Sádí-Arabía 🇸🇦
Staða á heimslista: 51
Koma inn í mótið sem veikasta liðið í þessum riðli. Þeir trúa á sjálfa sig en enginn annar gerir það. Það kæmi ekkert á óvart ef Sádí-Arabía endar án stiga í þessum flókna riðli. Tóku vináttulandsleik gegn B-liði Íslands á dögunum og unnu 1-0 sigur.

Þjálfarinn: Herve Renard


Frakkinn hefur gert góða hluti sem þjálfari landsliða í Afríku; meðal annars Fílabeinsstrandarinnar og Marokkó. Núna er hann mættur til Sádí-Arabíu þar sem hann fær örugglega vel greitt. Hann hefur staðið sig vel hingað til og undir hans stjórn endaði Sádí-Arabía fyrir ofan Japan og Ástralíu í undankeppninni. En þessi riðill er stærra og erfiðara verkefni.

Lykilmaður: Salem al-Dawsari


Verið algjör lykilmaður fyrir Al-Hilal, besta liðið í Sádí-Arabíu. Franski sóknarmaðurinn Bafétimbi Gomis, sem spilaði áður fyrr með Al-Hilal, segir að fellibylurinn - eins og Al-Dawsari er kallaður, sé besti leikmaðurinn í Asíu.

Fylgist með: Saud Abdulhamid


Sprækur hægri bakvörður sem er að berjast um sæti í liðinu. Sýndi að hann er með nokkur gæði þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Íslandi á dögunum.

Þessi riðill hefst 22. nóvember með leik Argentínu og Sádí-Arabíu. Búist er við afar sannfærandi sigri Argentínu þar.

Leikirnir:

þriðjudagur 22. nóvember
10:00 Argentína - Sádí Arabía (Lusail Iconic Stadium, Lusail)
16:00 Mexíkó - Pólland (Stadium 974, Doha)

laugardagur 26. nóvember
13:00 Pólland - Sádí Arabía (Education City Stadium, Al Rayyan)
19:00 Argentína - Mexíkó (Lusail Iconic Stadium, Lusail)

miðvikudagur 30. nóvember
19:00 Sádí Arabía - Mexíkó (Lusail Iconic Stadium, Lusail)
19:00 Pólland - Argentína (Stadium 974, Doha)
Athugasemdir
banner
banner