Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 26. desember
Championship
Blackburn 2 - 2 Sunderland
Bristol City 1 - 0 Luton
Coventry 4 - 0 Plymouth
Derby County 1 - 0 West Brom
Middlesbrough 3 - 3 Sheff Wed
Norwich 2 - 1 Millwall
Oxford United 3 - 2 Cardiff City
Preston NE 1 - 0 Hull City
Sheffield Utd 0 - 2 Burnley
Stoke City - Leeds - 20:00
Swansea 3 - 0 QPR
Watford 2 - 1 Portsmouth
Úrvalsdeildin
Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace
Chelsea 1 - 2 Fulham
Liverpool - Leicester - 20:00
Man City 1 - 1 Everton
Newcastle 3 - 0 Aston Villa
Nott. Forest 1 - 0 Tottenham
Southampton 0 - 1 West Ham
Wolves 0 - 0 Man Utd
fim 10.nóv 2022 18:10 Mynd: Getty Images
Magazine image

B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú

Það eru tíu dagar í heimsmeistaramótið í Katar. Á næstu dögum ætlum við að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Við byrjuðum á A-riðlinum og núna er það næsti riðill, B-riðillinn. Í þeim riðli eru:

England 🏴󠁧󠁢󠁥󠁮󠁧󠁿
Íran 🇮🇷
Bandaríkin 🇺🇸
Wales 🏴󠁧󠁢󠁷󠁬󠁳󠁿

1. England 🏴󠁧󠁢󠁥󠁮󠁧󠁿
Staða á heimslista: 5
Englendingar hafa náð fínum árangri á síðustu stórmótum; undanúrslit á HM fyrir fjórum árum og úrslitaleikur á EM í fyrra þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Núna eru margir sem spá því að England muni floppa allverulega og er þá miðað við frammistöðu liðsins í síðustu leikjum fyrir mótið. Frammistaða og úrslitin hafa ekki verið góð, en hvað gerist þegar komið er á stóra sviðið?

Það var stór dagur í dag þar sem enska landsliðið kynnti hóp sinn. Þar var það stærst að James Maddison, Callum Wilson og Marcus Rashford koma inn í hópinn.



Þjálfarinn: Gareth Southgate


Heilt yfir verður að segjast að Southgate hafi gert mjög fína hluti frá því hann tók við þessu starfi, en hann hefur fengið harða gagnrýni síðustu vikur og mánuði. Það eru efasemdir um það hvort hann sé rétti stjórinn til að fara með þetta sterka enska lið alla leið. Hann hefur þótt of varnarsinnaður í sínu áherslum. Hann hefur hingað til alltaf staðið sig á stórmótum en það er spurning hvort mótið í Katar verði undantekning.

Lykilmaður: Harry Kane


Auðvitað. Var markakóngurinn á HM fyrir fjórum árum. Einn besti markaskorari heimsins, og jafnvel sögunnar. Algjörlega frábær leikmaður sem mun fara fyrir enska liðinu á þessu móti.



Fylgist með: Jude Bellingham:


Einhver mest spennandi leikmaður í heiminum um þessar mundir. Bara 19 ára en það eru áköll um það að hann verði í byrjunarliði Englands á þessu móti. Með þvílík gæði og er ótrúlega þroskaður þrátt fyrir ungan aldur. Það verður hart barist um hann á leikmannamarkaðnum næsta sumar. Hvar endar hann?



Það verður fróðlegt að sjá hvernig Southgate mun stilla upp á þessu móti. Hann hefur verið hrifinn af frekar varnarsinnuðu fimm manna varnarkerfi þar sem aðalmálið er að hafa stjórn á leikjum. Við erum ekki að fara að fá neina flugeldasýningu frá Englandi í þessum riðli. Undirritaður telur það nokkuð öruggt. 1-0 sigrar? Southgate elskar þá.



2. Wales 🏴󠁧󠁢󠁷󠁬󠁳󠁿
Staða á heimslista: 19
Við skjótum á það að Gareth Bale og félagar fari áfram með Englendingum upp úr þessum riðli. Wales hefur komist á þrjú af síðustu fjórum stórmótum og þetta er sterk liðsheild á leiðinni inn í mótið. Þeir eru líka með öfluga fótboltamenn sem munu gefa hjarta og sál fyrir þjóð sína, sérstaklega þá í leiknum á móti nágrönnum sínum frá Englandi. Þetta er fyrsta HM-ið sem Wales fer á síðan 1958.



Þjálfarinn: Rob Page


Page tók við frekar erfiðu búi áður en EM í fyrra hófst, í nóvember 2020. Það gekk mikið á í aðdraganda mótsins hjá Wales. Ryan Giggs, sem var þjálfari liðsins, var ákærður fyrir að ráðast á tvær konur. Page var ráðinn stuttu fyrir mót til að stýra liðinu og hann stóð sig virkilega vel; Wales fór upp úr erfiðum riðli á EM. Page, sem hafði þjálfað í neðri deildum Englands áður en hann tók við Wales, gerði svo fjögurra ára samning kom liðinu á HM.

Lykilmaður: Gareth Bale


Bale hefur afrekað svo mikið sem fótboltamaður og að fara á HM með þjóð sinni er það síðasta á listanum, ef svo má segja. Magnaður fótboltamaður og er markahæsti leikmaður í sögu Wales. Hann er líka fyrirliði liðsins og leiðtogi. Kemur sjóðheitur inn í mótið eftir að hafa tryggt Los Angeles FC sigur í bandarísku deildinni.

Það eru góðar líkur á því að hann skori fallegt mark á þessu móti.

Sjá einnig:
Bale fær ekki að spila golf í Katar



Fylgist með: Brennan Johnson


Framherji Nottingham Forest í fallbaráttunni á Englandi. Hann er búinn að skora tvö mörk í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa eftir að hafa verið stórkostlegur í Championship-deildinni á síðustu leiktíð. Þessi leikmaður er vonarstjarna Wales fyrir framtíðina og eru miklar vonir bundnar við hann.

3. Bandaríkin 🇺🇸
Staða á heimslista: 16
Strákarnir frá Bandaríkjunum koma til Katar eftir að hafa misst af HM 2018 með sjokkerandi hætti. Leikmönnunum sem mistókst að komast inn á mótið fyrir fjórum árum var að mestu kastað út og inn komu ferskir vindar með ungum og efnilegum leikmönnum. Það er kraftur í þessu liði og þetta mót verður góð prófraun fyrir þá áður en komið er að stóru stundinni árið 2026 þegar Bandaríkin munu halda mótið ásamt tveimur nágrannaþjóðum sínum, Kanada og Mexíkó.



Þjálfarinn: Gregg Berhalter


Var ráðinn til starfa eftir að Bandaríkjunum mistókst að komast á mótið í Rússlandi. Hann hafði áður þjálfað Hammarby í Svíþjóð og Columbus Crew í Bandaríkjunum. Það voru ekki allir sannfærðir um Berhalter en hann hefur unnið 36 af 56 leikjum sínum við stjórnvölinn og aðeins tapað tíu. Berhalter hefur staðið fyrir endurnýjun og ákveðnum ferskleika. Hann fór á tvö heimsmeistaramót sem leikmaður og fer núna sem þjálfari í fyrsta sinn.

Lykilmaðurinn: Christian Pulisic


Kafteinn Ameríka er leikmaðurinn sem á leiða þá bandarísku upp úr þessum flókna riðli. Það er mikil ábyrgð sett á herðar þessa hæfileikaríka leikmanns. Hefur ekki alveg náð að blómstra hjá Chelsea en hjá Bandaríkjunum er hann stærsti fiskurinn. Getur orðið stórstjarna í heimalandinu ef Kanarnir ná að koma á óvart og fara langt.



Fylgstu með: Giovanni Reyna


Það er gríðarlega mikið spunnið í þennan efnilega og fjölhæfa leikmann. Er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi og segir það mikið um gæðin sem hann býr yfir. Á enn eftir að springa alveg út og það verður fróðlegt að fylgjast með honum í þessu spennandi bandaríska liði.

4. Íran 🇮🇷
Staða á heimslista: 20
Íran hefur sýnt það á síðustu stórmótum að þeir kunna að verjast. Carlos Queiroz, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson, steig aðeins til hliðar en hann er mættur aftur og verður á hliðarlínunni líkt og 2014 og 2018. Þeir hafa strítt stórliðum á borð við Argentínu og Spáni á síðustu stórmótum og eru þess megnugir að geta gert slíkt hið sama í ár.



Þjálfarinn: Carlos Queiroz


Er gríðarlega vinsæll í Íran og það þótti voðalega lítið skrítið þegar hann var ráðinn aftur fyrr á þessu ári. Dragan Skocic kom Íran á HM en þegar hinn portúgalski Queiroz var tilbúinn að stökkva aftur til þá var það engin spurning. Hann stýrði bæði Egyptalandi og Kólumbíu í undankeppni, og báðar þær þjóðir verða ekki á HM. En Queiroz verður þar. Hann er virkilega góður í því að drilla lið og búa til sterka heild, sterkan varnarleik.

Lykilmaðurinn: Mehdi Taremi


Raðaði inn mörkum í Íran og Katar og fór loksins til Evrópu árið 2019 þegar hann gekk í raðir Rio Ave. Stóð sig svo vel þar að hann fékk félagaskipti yfir til Porto, sem er eitt stærsta félagið í Portúgal. Hann er með að meðaltali um eitt mark í öðrum hverjum leik fyrir Porto og landslið Íran. Er þrítugur en verður bara betri með hverju árinu þessi öflugi sóknarmaður.

Fylgstu með: Saeid Ezatolahi


Ekki stærsta nafnið í liði Íran en hann er elskaður og dáður af löndum sínum fyrir það sem hann leggur á sig fyrir liðið. Fór ungur að árum til Atletico Madrid en leikur núna með Vejle í dönsku 1. deildinni. Hefur ekki átt frábæran félagsliðaferil en það er önnur saga í landsliðinu þar sem mikilvægi hans á miðsvæðinu er gríðarlegt.

Fyrstu tveir leikirnir í þessum riðli verða þann 21. nóvember. Þá mætast Bandaríkin og Wales í algjörum lykilleik, en búist er við því að þessi tvö lið verði í baráttunni um annað sætið í riðlinum.

Leikirnir:

mánudagur 21. nóvember
13:00 England - Íran (Khalifa International Stadium, Al Rayyan)
19:00 Bandaríkin - Wales (Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan)

föstudagur 25. nóvember
10:00 Wales - Íran (Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan)
19:00 England - Bandaríkin (Al Bayt Stadium, Al Khor)

þriðjudagur 29. nóvember
19:00 Wales - England (Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan)
19:00 Íran - Bandaríkin (Al Thumama Stadium, Doha)
Athugasemdir
banner
banner