Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   sun 15. desember 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Alexander Clive Vokes framlengir á Selfossi
Alexander Clive Vokes  verður áfram á Selfossi í Lengjudeildinni næsta sumar.
Alexander Clive Vokes verður áfram á Selfossi í Lengjudeildinni næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Clive Vokes hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss eða út tímabilið 2027.

Alexander er fæddur og uppalinn á Selfossi og hefur spilað með félaginu upp alla yngri flokka. Alexander spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2022.

Hann lék stórt hlutverk í sumar, spilaði 25 leiki, skoraði þrjú mörk, leysti margar stöður og bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum.

Selfoss vann sér sæti í Lengjudeildinni á næsta ári en hinn gamalreyndi Bjarni Jóhannsson þjálfar liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner