Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 17:16
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Fjórða tapið í röð hjá Gulla og Rooney - Ekkert fær Blackburn stöðvað
Wayne Rooney er stjóri Plymouth
Wayne Rooney er stjóri Plymouth
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starf Wayne Rooney hjá Plymouth hangir nú á bláþræði eftir að liðið tapaði fyrir Sheffield United, 2-0, í ensku B-deildinni í dag. Þetta var fjórða tap Plymouth í röð.

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson sat allan tímann á varamannabekknum gegn Sheffield, sem er eitt allra besta lið deildarinnar, en þetta var annar leikurinn í röð þar sem hann er ónotaður varamaður.

Mikil pressa er á Rooney að ná í stig en hann mun líklega halda starfi sínu þrátt fyrir tapið í dag.

Stjórnin hefur talað um að gefa honum tíma til þess að koma liðinu aftur á beinu brautina en það er nú í næst neðsta sæti með 17 stig eftir tuttugu leiki á meðan Sheffield United er með þriggja stiga forystu á toppnum.

Arnór Sigurðsson var ekki með Blackburn Rovers sem vann sjötta sigur sinn í röð í deildinni er það lagði Luton að velli, 2-0. Blackburn er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Blackburn 2 - 0 Luton
1-0 Amario Cozier-Duberry ('32 )
2-0 Owen Beck ('40 )
Rautt spjald: Liam Walsh, Luton ('73)

Middlesbrough 1 - 0 Millwall
1-0 Emmanuel Latte Lath ('10 )

Oxford United 1 - 3 Sheffield Wed
1-0 Greg Leigh ('17 )
1-1 Josh Windass ('28 )
1-2 Jamal Lowe ('49 )
1-3 Djeidi Gassama ('61 )

Sheffield Utd 2 - 0 Plymouth
1-0 Gustavo Hamer ('19 )
2-0 Kieffer Moore ('88 , víti)

Stoke City 2 - 2 Cardiff City
1-0 Andrew Moran ('17 )
1-1 Anwar El Ghazi ('32 )
1-2 Ben Gibson ('72 , sjálfsmark)
2-2 Ben Gibson ('90 )

Swansea 2 - 3 Sunderland
1-0 Zan Vipotnik ('5 )
2-0 Liam Cullen ('17 )
2-1 Daniel Ballard ('28 )
2-2 Dan Neill ('73 )
2-3 Jobe Bellingham ('75 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 21 14 5 2 30 11 +19 45
2 Leeds 21 12 6 3 37 15 +22 42
3 Sunderland 21 11 7 3 32 17 +15 40
4 Burnley 20 10 8 2 24 7 +17 38
5 Blackburn 20 11 4 5 25 17 +8 37
6 Middlesbrough 21 10 4 7 35 25 +10 34
7 West Brom 20 7 11 2 23 14 +9 32
8 Watford 19 9 4 6 27 25 +2 31
9 Sheff Wed 21 8 5 8 26 30 -4 29
10 Swansea 21 7 6 8 23 22 +1 27
11 Bristol City 21 6 9 6 26 26 0 27
12 Norwich 20 6 8 6 35 30 +5 26
13 Millwall 20 6 7 7 20 18 +2 25
14 Derby County 21 6 6 9 26 26 0 24
15 Coventry 21 6 6 9 27 30 -3 24
16 Preston NE 21 4 11 6 21 27 -6 23
17 Stoke City 21 5 7 9 23 28 -5 22
18 QPR 21 4 10 7 21 27 -6 22
19 Luton 21 6 4 11 23 37 -14 22
20 Oxford United 20 4 6 10 21 33 -12 18
21 Cardiff City 20 4 6 10 19 32 -13 18
22 Portsmouth 19 3 8 8 21 34 -13 17
23 Plymouth 20 4 5 11 19 42 -23 17
24 Hull City 21 3 7 11 19 30 -11 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner