Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 21:43
Hafliði Breiðfjörð
Ítalía: Mikael Egill skoraði í jafntefli gegn Juventus
Mikael Egill skoraði gott skallamark í dag.
Mikael Egill skoraði gott skallamark í dag.
Mynd: EPA
Juventus 2 - 2 Venezia
1-0 Federico Gatti ('19 )
1-1 Mikael Ellertsson ('61 )
1-2 Jay Idzes ('83 )

Mikael Egill Ellertsson skoraði fyrra mark Venezia í 2 - 2 jafntefli gegn Juventus í ítölsku Serie A-deildinni í kvöld.

Heimamenn í Juventus byrjuðu leikinn betur þegar Federico Gatti kom þeim yfir á 19. mínútuu. Hann var þá mættur á fjærstöngina eftir skalla Thuram og afgreiddi boltann í netið af stuttu færi.

Mikael Egill var í byrjunarliðinu hjá Venezia og náði að jafna metin eftir klukkutíma leik. Francesco Zampano sendi boltann þá af hægri kantinum inn í teiginn þar sem Mikael Egill var klár og skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-1. Mikael Egill fór svo af velli á 81. mínútu.

Venezia komst svo yfir tveimur mínútum síðar. Jay Idzes skoraði þá með skalla í kjölfar aukaspyrnu. Adam var reyndar ekki lengi í Paradís því Juventus náði inn jöfnunarmarki úr vítaspyrnu á 95. mínútu, Dusan Vlahovic skoraði og fékk gult spjald fyrir að fagna.

Úrslitin breyta ekki því að Venezia er í fallsæti, næst neðsta sæti en Juventus í því sjötta.

Bjarki Steinn Bjarkason sat allan leikinn á varamannabekknum hjá Venezia.

Tveir aðrir leikir fóru fram á Ítalíu í dag þar sem Napoli náði góðum útisigri á Udinese og Atalanta vann Cagliari á útivelli.

Cagliari 0 - 1 Atalanta
0-1 Nicolo Zaniolo ('66 )

Udinese 1 - 3 Napoli
1-0 Florian Thauvin ('22 )
1-0 Florian Thauvin ('22 , Misnotað víti)
1-1 Romelu Lukaku ('50 )
1-2 Lautaro Giannetti ('76 , sjálfsmark)
1-3 Andre Zambo Anguissa ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner