Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 21:59
Hafliði Breiðfjörð
Spánn: Markaveisla þegar Real Madrid neitaði að taka toppsætið
Isi Palazon fagnar jöfnunarmarkinu í kvöld.
Isi Palazon fagnar jöfnunarmarkinu í kvöld.
Mynd: EPA
Það var heldur betur markaveisla í síðasta leik dagsins í spænsku deildinni en Real Madrid þurfti sigur til að komast á topp deildarinnar, einu stigi uppfyrir Barcelona.

Það blés ekkert byrlega fyrir Madrídinga því þeir lentu undir strax á fjórðu mínútu gegn Rayo Vallecano sem er í þrettánda sætinu. Heimamenn héldu áfram að sýna klærnar og bætti öðru marki við á 36. mínútu og þá vöknuðu gestirnir.

Federico Valverde og Jude Bellingham náðu að jafna metin fyrir hálfleik og Rodrygo kom þeim yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af þeim síðari, staðan orðin 2 - 3. Það dugði bara ekki til því Isi Palason jafnaði metin á 64. mínútu og þannig lauk leiknum, 3 - 3.

Real Madrid því einu stigi frá toppliði Barcelona sem hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og bara unnið einn af síðustu fimm. Bæði lið hafa spilað 17 leiki.

Úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Rayo Vallecano 3 - 3 Real Madrid
1-0 Unai Lopez ('4 )
2-0 Abdul Mumin ('36 )
2-1 Federico Valverde ('39 )
2-2 Jude Bellingham ('45 )
2-3 Rodrygo ('56 )
3-3 Isi Palazon ('64 )

Espanyol 0 - 0 Osasuna

Sevilla 1 - 0 Celta
1-0 Manu Bueno ('65 )

Mallorca 2 - 1 Girona
0-1 Donny van de Beek ('7 )
1-1 Cyle Larin ('20 )
2-1 Cyle Larin ('51 )
Rautt spjald: Vedat Muriqi, Mallorca ('32)
Athugasemdir
banner
banner
banner