Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Belgía: Diljá áfram á toppnum eftir sigur á Standard Liege
Diljá Ýr Zomers er á toppi belgísku deildarinnar.
Diljá Ýr Zomers er á toppi belgísku deildarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá Ýr Zomers og liðsfélagar hennar í OH Leuven halda áfram toppsætinu í belgísku deildinni eftir 1 - 2 útisigur á Standard Liege í kvöld.

Diljá Ýr var í byrjunarliðinu í kvöld en kom ekki að mörkunum.

OH Leuven er á toppnum með 31 stig en Anderlecht sem fylgir í humátt á eftir þeim í 2. sætinu er með 29 stig eftir að hafa unnið 0- 5 útisigur á Zulte Waregem.

Standard Liege er næst á eftir í þriðja sætinu með 20 stig svo með sigrinum náði OH Leuven að fjarlægjast þær ennfrekar.

Lára Kristín Pedersen og félagar í Club Brugge eru í 5. sætinu með 16 stig eftir 0-7 sgiru á Westerlo. Lára Kristín byrjaði leikinn og spilaði í 65 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner