Rúnar Þór Sigurgeirsson og félagar í Willem II unnu kærkominn sigur í efstu deild í Hollandi í kvöld.
Rúnar Þór lék allan leikinn þegar liðið vann Zwolle 1-0 en þessi sigur batt enda á þriggja leikja göngu liðsins án sigurs. Liðið er með 19 stig í 10. sæti eftir 16 umferðir.
Helgi Fróði Ingason var í byrjunarliði Helmond sem tapaði 3-0 gegn Telstar í næst efstu deild í Hollandi.
Hann var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem liðinu mistekst að vinna en Helmond er í 7. sæti með 31 stig eftir 19 umferðir.
Athugasemdir