„Það voru miklar tilfinningar í þessum leik," sagði Marco Silva stjóri Fulham eftir 2 - 2 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag.
„Stuðningsmennirnir spila svo stóran hlut hérna og gæði Liverpool liðsins eru þannig að það er varla hægt að stoppa þá en við tökum þá áhættu því við höfum trú á okkur. Liverpool eru svo góðir og þeir vinna svo vel, þeir eru sóknsækið lið. Það gekk allt eftir plani hjá okkur annars."
Andy Robertson varnarmaður Liverpool fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á 17. mínútu leiksins.
„Mér fannst rauða spjaldið skila enn meiri tilfinningum í leikinnn stuðningsmennirnir gerðu sitt í því. Við urðum að halda boltanum meira og láta þá hlaupa meira. Við náðum að bregðast vel við því og áttum oft 3 á móti 4 stöðum en ákvörðunartaka verður að vera betri. Við fengum á okkur mark í lokin því við opnuðum okkur of mikið. Gæði Jota höfðu líka sitt að segja þar. Við hefðum átt að taka öll þrjú stigin."
„Manni fleiri og yfir í leiknum hefðum við átt að vera þéttari. Við vorum of opnir og þá skiptu gæði þeirra sköpum. Augnablikið var með okkur. Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir framlagið og við verðum að spila eins gegn Southampton í vikunni."
Athugasemdir