Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Jólagleði Liverpool stöðvuð útaf tólum til fíkniefnaneyslu
Dómkirkjan í Liverpool.
Dómkirkjan í Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfsmannagleði Liverpool fór fram í dómkirkjunni í stóru í borginni á fimmtudagskvöldið en hún átti snöggan en óvæntan endi þegar áhöld til fíkniefnaneyslu fundust þar.

Liverpool hefur staðfest að atvikið hafi átt sér stað og segist ekki sætta sig við að ólögleg fíkniefni séu notuð á atburðum á vegum félagsins.

Enginn leikmanna aðalliðsins voru á svæðinu og ekki heldur Arne Slot knattspyrnustjóri enda var veislan aðeins fyrir það starfsfólk sem kemur ekki að fótboltaliðunum.

Starfsfólk kirkjunnar lokaði veisluhöldunum en enskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær. Þar kom fram að málið hafi komið upp þegar einn þeirra sem sóttu veisluna hafi þurft á aðstoð bráðaliða að halda. Liverpool segir að sá aðili hafi verið á góðum batavegi eftir heimsókn á sjúkrahús. Hann hafi ekki tengst fíkniefnaneyslunni.

„Við þolum ekki og sættum okkur ekki við notkun á ólöglegum efnum á neinum af okkar stöðum eða viðburðum," sagði í yfirlýsingu félagsins. „Við þökkum viðburðateyminu okkar fyrir að bregðast hratt og faglega við bráðaatvikinu sem tengdist þessu ekki. Starfsmaðurinn okkar er á góðum batavegi."

Dómkirkjan í Liverpool er sú stærsta í Bretlandi og fimmta stærsta í heimi. Viðburðir sem þessir eru haldnir til að fjármagna að hún geti boðið upp á ókeypis aðgang fyrir almenning.
Athugasemdir
banner