Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal varði í gær þá ákvörðun sína að taka Martin Odegaard fyrirliða liðsins af velli í markalausu jafntefli gegn Everton en hann valdi að láta táninginn Ethan Nwaneri koma inn í stað norðmannsins á 62. mínútu.
„Þetta var taktísk ákvörðun með Martin til að reyna að breyta taktinum hjá þeim á þessum hluta," sagði Arteta við fjölmiðla eftir leik.
„Ég skil þetta. Ef Ethan kemur inná og hann skorar mark, þá er það frábært mark. Ef hann gerir það ekki þá er ég búinn að taka fyrirliðann af velli. Svona er fótboltinn."
Odegaard var ekki sá eini sem fór af velli á 62. mínútu því Declan Rice fékk líka að setjast á bekkinn. Hvað það varðar sagði Arteta.
„Hvað Declan varðar þá varð ég að taka hann af velli afþví hann fann til. Þegar allt kemur til alls er fótboltinn svona, það erfiðasta er að gera það sem þarf að gera á síðustu 20 - 25 mínútunum."
Athugasemdir