Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   sun 15. desember 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Mbappe besti franski leikmaðurinn í fjórða sinn
Mbappe fær útnefninguna fyrir frammistöðuna með franska landsliðinu og PSG.
Mbappe fær útnefninguna fyrir frammistöðuna með franska landsliðinu og PSG.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kylian Mbappe leikmaður Real Madrid var í gær útnefndur besti franski fótboltamaðurinn en þetta er í fjórða sinn sem hann fær þessa útnefningu.

Þarna er verið að verðlauna hann fyrir tímabilið 2023-2024 þegar hann lék með PSG í Frakklandi. Hann fékk verðlaunin líka fyrir 2022-2023 tímabili og áður fyrir árin 2018 og 2019 þegar verðlaunin voru afhent fyrir almanaksárið.

Hann skoraði 52 mörk í öllum keppnum fyrir PSG þetta tímabilið sem varð hans síðasta hjá félaginu. Með liðinu vann hann þá frönsku deildina í sjötta sinn og bikarinn. Hann var líka fyrirliði franska landsliðsins á EM 2024 en líðið féll út í undanúrslitum gegn Spáni.

William Saliba varnarmaður Arsenal varð í öðru sæti í kjörinu og Mike Maignan markvörður AC Milan í því þriðja. Í fjórða og fimmta sæti komu svo liðsfélagar hans hjá Real Madrid Eduardo Camavinga og Aurelien Tchouameni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner