Oladapo Afolayan, Johannes Eggestein og Manolis Saliakas leikmenn St. Pauli reyna að átta sig á aðstæðum.
St. Pauli 0 - 2 Werder
0-1 Derrick Kohn ('24 )
0-2 Marvin Ducksch ('56 )
Síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni er nú lokið en þar vann Werder Bremen góðan 0 - 2 útisigur á St. Pauli í Hamburg.
0-1 Derrick Kohn ('24 )
0-2 Marvin Ducksch ('56 )
Síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni er nú lokið en þar vann Werder Bremen góðan 0 - 2 útisigur á St. Pauli í Hamburg.
Leikurinn tafðist upphaflega um fimm mínútur en skemmtilegt andrúmsloft er milli stuðningsmanna liðanna sem litaði leikinn. Heimamenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik.
Stöðva þurfti leik inn í tíu mínútur í byrjun seinni hálfleiks. Þá höfðu stuðningsmenn liðanna kveikt á svo mörgum blysum að útsýni á vellinum var ekkert. Svo slæmt reyndar að goðsögnin Lothar Mathaus sá ekki einu sinni grasið á vellinum.
„Héðan uppi þar sem ég stend er ekki hægt að sjá neinn grænan blett þarna niðri," sagði hann á Sky.
Gestirnir gerðu svo út um leikinn fljótlega eftir að hann fór í gang aftur og unnu 0-2 sigur.
Athugasemdir