Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Hansi Flick: Ég verð að vinna í hegðun minni
Hansi Flick á fréttamannafundinum í gær. Hann ætlar að reyna að fara að haga sér.
Hansi Flick á fréttamannafundinum í gær. Hann ætlar að reyna að fara að haga sér.
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona er í tveggja leikja banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í leik liðsins gegn Real Betis um síðustu helgi. Hann var rekinn af velli á 66. mínútu fyrir að gera athugasemdir við dómgæslu en vildi reyndar meina að hann hafi bara verið að tuða í sjálfum sér.


Liðið mætir Leganes í spænsku deildinni í dag en fram að þeim leik hafa þeir misst stig í fjórum af síðustu fimm leikjum. Þó Flick sé í banni í leiknum var hann á fréttamannafundi fyrir leikinn í gær.

„Viðbrögð mín voru ekki rétt," sagði hann þar. „Í byrjun tímabilsins sagði ég við liðið að þeir ættu ekki að vera að tuða í dómurunum. Við viljum ekki eyða orku í hluti sem við getum ekki breytt. Þegar dómarinn tekur ákvörðun er það ekki eitthvað sem við getum breytt."

Barcelona reyndi að áfrýja leikbanninu en varð ekki ágengt í því.

„Við verðum að sætta okkur við rauða spjaldið. Þetta er erfitt fyrir mig, en þetta er önnur deild, ég er nýlega kominn og þegar kominn með rautt spjald. Ég sætti mig við það. Kanski þarf ég að vinna í hegðun minni."

„Ég bið bara um að dómarar geri það sama í hverjum leik, hjá hinum liðunum. Við erum manneskjur og gerum mistök. Ég sætti mig við það og verð að læra að ná tökum á tilfinningunum, það er mín ábyrgð."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner