Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Xavi engu gleymt og Iniesta fékk Real Madrid treyju í heiðursleiknum
Andrés Iniesta og Xavi í heiðursleiknum
Andrés Iniesta og Xavi í heiðursleiknum
Mynd: Getty Images
Goðsagnalið Barcelona vann Real Madrid, 2-1, í sérstökum heiðursleik fyrir spænsku goðsögnina Andrés Iniesta í gær.

Iniesta lagði skóna á hilluna á dögunum eftir magnaðan feril með Barcelona, Emirates og Vissel Kobe.

Sérstakur heiðursleikur var skipulagður fyrir Iniesta þar sem goðsagnir frá Barcelona og Real Madrid mættust en Iniesta og Xavi voru allt í öllu hjá Börsungum.

Iniesta átti stóran þátt í fyrra marki Barcelona er hann vippaði boltanum í slá og þaðan fór boltinn af leikmanni Real Madrid og í netið áður en Xavi var arkitektinn að öðru markinu er hann átti stórkostlega hælsendingu inn á teiginn áður en Javier Saviola skoraði.






Athugasemdir
banner
banner
banner