Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Framherji Wolves réðist á mann með gleraugu
Mattheus Cunha var ekki sáttur eftir leikinn í gær.
Mattheus Cunha var ekki sáttur eftir leikinn í gær.
Mynd: EPA
Matheus Cunha framherji Wolves er búinn að koma sér í vandræði og gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna atviks eftir 2 - 1 tapið gegn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ipswich hafði skorað sigurmarkið í lok leiksins og það pirraði Wolves. Rayan Ait-Nouri var rekinn af velli og Craig Dawson varð að halda honum í kjölfarið.

Cunha lenti svo upp á kant við einn af þjálfurum heimamanna og mátti sjá hann taka gleraugunum af honum eftir leik.

Enska knattspyrnusambandið bíður nú eftir skýrslu Simon Hooper dómara leiksins áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið. Mike Dean fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni ræddi málið við Sky Sports og hafði frá fleiru að segja.

„Cunha er stærsti leikmaðurinn þeirra og ég er búinn að horfa á þetta atvik aftur og aftur," sagði Dean. „Hann rekur olnbogann aftan í einn af þjálfurum Ipswich, svo tekur hann gleraugun af honum og hendir þeim á völlinn. Ég held að hann sé kominn í vandræði gagnvart knattspyrnusambandinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner