Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Jólaandinn sveif um Wrexham þegar Reynolds splæsti á alla á barnum
Ryan Reynolds.
Ryan Reynolds.
Mynd: EPA
Jólaandinn sveif um í Wrexham í gær þegar Ryan Reynolds annar eiganda félagsins mætti í bæinn til að sjá liðið gera 2 - 2 jafntefli við Cambridge.

Það var reyndar stjörnufans með í för því annar leikari, Channing Tatum sem lék með honum í 'Deadpool and Wolverine' var mættur sem og Brandon Sklenar sem lék með Blake Liveley eiginkonu Reynolds í '.It Ends With Us'

Þar var líka mættur Billie Jeo Armstrong söngvari Green Day sem gerði lagiði 'Good Riddance' ódauðlegt en þar er sungið um besta tíma lífsins. Sem var eitthvað sem sumir upplifðu kvöldið áður reyndar.

Reynolds mætti nefnilega á bar í miðbæ Wrexham og tilkynnti viðstöddum að hann skyldi splæsa í drykk á alla viðstadda á barnum. Reyndar grínaðist hann með að barinn myndi í kjölfarið opna dyrnar og hleypa 100 manns í viðbót til að græða á örlæti hans. Eftir tilkynninguna sagði Reynolds í hljóðnemann á staðnum.

Jón Daði Böðvarsson er leikmaður Wrexham en var ekki í leikmannahópnum í gær.

„Ef ég mæti ekki á heimili hvers einasta ykkar í kvöld, þá vil ég bara óska ykkur gleðilegrar hátíðar," sagði hann.

Reynolds og Rob McElhenney keyptu Wrexham árið 2021 og síðan hefur félagið verið að hoppa upp úr fimmtu efstu deild á Englandi í 1. deildina sem er sú þriðja. Eftir jafnteflið í gær eru þeir í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner