Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist lifa við sama raunveruleika og aðrir stjórar í ensku úrvalsdeildinni, en hann telur að hann geti fengið sparkið ef liðið heldur áfram að tapa leikjum.
Spánverjinn hefur unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeildina einu sinni á átta árum sínum hjá Man City, en þessa stundina gengur liðið í gegnum versta kaflann í stjórnartíð hans.
Úrslit síðasta mánuðinn hefur haft veruleg áhrif á möguleika Man City í titilbaráttunni og þó að Guardiola hafi framlengt samning sinn á dögunum þá segist hann ekki ónæmur fyrir því að vera rekinn.
„Eigendurnir vita það að þegar staðan er slæm og við byrjum að tapa leikjum að þá er engin sjálfbærni. Þá yrði ég ekki hérna í næsta mánuði eða eftir tvo mánuði.“
„Ég myndi sjá eftir því um ókomna tíð ef ég færi frá Man City á þessum tímapunkti. Ég gæti ekki sofið og það væri jafnvel verra ef ég myndi yfirgefa félagið í þessari stöðu. Það gæti alveg gerst að þeir láti mig taka pokann, en að ég hætti? Ekki möguleiki. Ef Khaldoon (stjórnarformaður Man City) er ekki ánægður þá gæti hann rekið mig.“
„Úrslitin stýra því og það er bara raunveruleikinn. Við getum ekki tapað leikjum að eilífu. Fólk heldur kannski að ég verði ekki rekinn vegna þess sem ég hef gert í fortíðinni, en við erum dæmdir frá degi til dags.“
„Þú getur misst starfið eftir eitt slæmt tímabil. Félagið veit að ég mun ekki segja af mér þannig það þyrfti að reka mig. Ég vil vera nálægt leikmönnunum og við hlið þeirra. Við höfum tapað mörgum leikjum — meira en við höfum gert yfir tvö tímabil.“
„Það er eitthvað að fara á mis en ég axla ábyrgðina og hugsa hvað má betur fara. Í Tórínó vorum við með fjóra leikmenn úr akademíunni, þannig við sjáum raunveruleikann.“
„Það verður sama staða í næsta leik og hefur verið síðasta mánuðinn. Þú getur þraukað í nokkrum leikjum, en við höfum verið að gera þetta í mánuð með leikmenn sem hafa spilað margar mínútur,“ sagði Guardiola.
Kvartaði þá Spánverjinn yfir leikjaálagi en UEFA og FIFA virðast ekki hugsa um hag og heilsu leikmanna, heldur eru það peningarnir sem skipta máli. Leikjum fjölgar með hverju árinu sem líður, en nú síðast var fjölgað leikjum í Meistaradeild Evrópu og þá er sama á dagskránni í HM félagsliða næsta sumar.
„Þetta er ekki það að þeir vilji þetta ekki heldur er það dagskráin. Við munum spila á HM félagsliða í Orlando á næsta ári og síðan hefst úrvalsdeildin þremur vikum síðar. Þetta er ómögulegt.“
„Sýningin verður að halda áfram og mun gera það. Þegar Rodri spilar ekki þá verður annar leikmaður að koma inn. Enska úrvalsdeildin ver hagsmuni sína og ég ver mína sem eru leikmennirnir. Árangur minn kemur í gegnum þá og ég vil vernda þá.“
„Þessir leikmenn hafa gert eitthvað sem ekkert annað lið hefur gert í þessu landi og þeir hefðu gert það aftur ef dagskráin væri ekki eins og hún er,“ sagði Guardiola við Sky.
Man City tekur á móti nágrönnum sínum í Man Utd á Etihad í dag en þar eiga Englandsmeistararnir möguleika á að snúa blaðinu við og koma sér aftur á beinu brautina.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 15 | 11 | 3 | 1 | 31 | 13 | +18 | 36 |
2 | Chelsea | 15 | 9 | 4 | 2 | 35 | 18 | +17 | 31 |
3 | Arsenal | 16 | 8 | 6 | 2 | 29 | 15 | +14 | 30 |
4 | Nott. Forest | 16 | 8 | 4 | 4 | 21 | 19 | +2 | 28 |
5 | Man City | 15 | 8 | 3 | 4 | 27 | 21 | +6 | 27 |
6 | Aston Villa | 16 | 7 | 4 | 5 | 24 | 25 | -1 | 25 |
7 | Bournemouth | 15 | 7 | 3 | 5 | 23 | 20 | +3 | 24 |
8 | Brighton | 15 | 6 | 6 | 3 | 25 | 22 | +3 | 24 |
9 | Fulham | 16 | 6 | 6 | 4 | 24 | 22 | +2 | 24 |
10 | Brentford | 15 | 7 | 2 | 6 | 31 | 28 | +3 | 23 |
11 | Newcastle | 16 | 6 | 5 | 5 | 23 | 21 | +2 | 23 |
12 | Tottenham | 15 | 6 | 2 | 7 | 31 | 19 | +12 | 20 |
13 | Man Utd | 15 | 5 | 4 | 6 | 19 | 18 | +1 | 19 |
14 | West Ham | 15 | 5 | 3 | 7 | 20 | 28 | -8 | 18 |
15 | Everton | 15 | 3 | 6 | 6 | 14 | 21 | -7 | 15 |
16 | Leicester | 16 | 3 | 5 | 8 | 21 | 34 | -13 | 14 |
17 | Crystal Palace | 15 | 2 | 7 | 6 | 14 | 20 | -6 | 13 |
18 | Ipswich Town | 16 | 2 | 6 | 8 | 16 | 28 | -12 | 12 |
19 | Wolves | 16 | 2 | 3 | 11 | 24 | 40 | -16 | 9 |
20 | Southampton | 15 | 1 | 2 | 12 | 11 | 31 | -20 | 5 |
Athugasemdir