Úlfarnir hafa formlega staðfest brottrekstur enska stjórans Gary O'Neil tæpum sólarhring eftir 2-1 tap liðsins gegn nýliðum Ipswich Town.
Liðið tapaði ellefta deildarleik sínum á tímabilinu og er í næst neðsta sæti fjórum stigum frá öruggu sæti þegar sextán umferðir hafa verið leiknar.
Slakt gengi hefur skapað mikla óreiðu í leikmannahópi liðsins og andrúmsloftið orðið óviðráðanlegt fyrir O'Neil og þjálfarateymi hans.
Stjórn Wolves tók því ákvörðun í morgun um að sparka O'Neil og var formlega greint frá því í dag, aðeins sextán mánuðum eftir að hann tók við liðinu.
Þá kemur fram í yfirlýsingu Wolves að allt þjálfarateymi O'Neil hafi verið látið fara en ekki kemur fram hver mun stýra liðinu í næstu leikjum.
„Við erum ótrúlega þakklát Gary fyrir framlag, skuldbindingu og vinnusemi hans á tíma hans hjá félaginu og óskum honum og teymi hans velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Jeff Shi, stjórnarformaður Wolves, á heimasíðu félagsins.
O'Neil er þriðji stjórinn sem er látinn fara úr ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu á eftir þeim Erik ten Hag og Steve Cooper.
We have parted company with head coach Gary O’Neil and his backroom staff.
— Wolves (@Wolves) December 15, 2024
We thank them for all of their effort and hard work over the last 16 months.
???????
Athugasemdir