Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodri byrjaður að hlaupa - Gæti snúð aftur í lok tímabils
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodri gæti snúið aftur á völlinn í lok tímabils en þetta kemur fram í Sun í dag.

Ballon d'Or sigurvegarinn sleit krossband í leik með Man City í byrjun tímabils og var áætlað að hann yrði frá út leiktíðina.

Hann var sendur í skurðaðgerð til Barcelona hjá hinum vinsæla Ramon Cugat og hefur síðan þá verið í ströngu endurhæfingarferli, en það ferli hefur gengið eins og í sögu.

Sun segir að leikmaðurinn sé byrjaður að hlaupa og er læknateymi Man City impónerað af hreyfigetu leikmannsins.

Áætlun Man City var að koma honum aftur á völlinn fyrir HM félagsliða sem fer fram næsta sumar en nú er ágætis möguleiki á að hann verði mættur aftur í lok tímabils, sem gæti verið gríðarlega mikilvægt fyrir liðið.

Man City hefur gengið skelfilega án Rodri á tímabilinu og er nú í 5. sæti með 27 stig, níu stigum frá toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner