Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Möguleiki á að Wirtz verði áfram hjá Leverkusen
Florian Wirtz
Florian Wirtz
Mynd: EPA
Ágætis möguleiki er á því að þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz verði áfram hjá Bayer Leverkusen á næstu leiktíð. Kicker greinir frá.

Wirtz er 21 árs gamall sóknartengiliður sem hefur verið með þeim bestu í Evrópu síðustu tvö árin.

Hann spilaði stóra rullu í ótrúlegi gengi Leverkusen á síðustu leiktíð er það varð deildar- og bikarmeistari.

Barcelona, Bayern München, Manchester City og Real Madrid eru öll með hann á blaði fyrir næsta sumar. Það gæti hins vegar farið svo að hann taki eitt tímabil í viðbót með Leverkusen.

Kicker segir að Bayern geti ekki greitt uppsett kaupverð í sumar og sama á við um Barcelona.

Samband Wirtz og Leverkusen er mjög gott og er mikill áhugi fyrir því að halda samstarfinu áfram.

Wirtz, sem er samningsbundinn til 2027, hefur skorað 11 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum með Leverkusen á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner