Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 12:51
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Brighton og Crystal Palace: Ein breyting hjá heimamönnum
Yankuba Minteh kemur inn fyrir Evan Ferguson
Yankuba Minteh kemur inn fyrir Evan Ferguson
Mynd: Brighton
Brighton og Crystal Palace mætast í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á AMEX-leikvanginum klukkan 14:00 í dag, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Heimamenn í Brighton eru án sigurs í síðustu þremur leikjum, tapað einum og gert tvö jafntefli á meðan Palace hefur ekki tapað í síðustu fjórum.

Fabian Hürzeler gerir aðeins eina breytingu á liði Brighton. Yankuba Minteh kemur inn fyrir Evan Ferguson.

Lið Palace er óbreytt frá 2-2 jafnteflinu gegn Manchester City.

Brighton: Verbruggen, Lamptey, Dunk, Van Hecke, Estupinan, Baleba, Georginio, Minteh, Ayari, Mitoma, Joao Pedro.

Palace: Henderson, Munoz, Chalobah, Lacroix, Guehi, Mitchell, Hughes, Lerma, Sarr, Eze, Mateta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner