Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Pogba til að semja við Marseille
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet, fyrrum leikmaður Marseille og franska landsliðsins, hvetur Paul Pogba til að ganga í raðir franska félagsins eftir áramót.

Pogba er laus allra mála eftir að hafa rift við Juventus en hann má byrja að æfa í janúar og spila í mars eftir að fjögurra ára bann hans var stytt niður í átján mánuði.

Frakkinn var dæmdur í bann fyrir að hafa brotið lyfjareglur en hann mældist með of hátt testósterón í líkamanum eftir að hafa innbyrt próteindrykk í Bandaríkjunum.

Manchester City og Marseille eru meðal þeirra liða sem vilja fá hann eftir áramót, en Payet, sem lék með Pogba í franska landsliðinu, hvetur hann til að fara heim til Frakklands.

„Auðvitað deili ég þeim draum með stuðningsmönnum Marseille að fá Pogba. Ég get ekki tjáð mig meira um það, hvort sem það sé satt eða ekki. Ég hef spilað með honum í franska landsliðinu og hann hefur spilað með öðrum fyrrum leikmönnum Marseille. Hann veit hvert hann er að fara og hefur þegar spilað þarna. Það væri honum bara til góðs að semja við Marseille,“ sagði Payet við beIN Sports.

Tveir fyrrum liðsfélagar Pogba eru á mála hjá Marseille í dag en það eru þeir Mason Greenwood, sem Pogba lék með hjá Manchester United og síðan er það Adrien Rabiot sem lék með honum í franska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner