Ítalska félagið Juventus er sagt áhugasamt um að fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee frá Manchester United í janúarglugganum en Cristiano Giuntoli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus, vill lítið tjá sig um þann orðróm.
Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar en hefur ekki tekist að heilla á Old Trafford.
Hann hefur aðeins skorað 3 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum og komu tvö þeirra í sama leiknum gegn Everton í síðasta mánuði.
Talið er að Ruben Amorim, stjóri United, sé tilbúinn að losa sig við hann í næsta mánuði, en Juventus er eitt þeirra félaga sem eru að skoða hann.
„Zirkzee í janúarglugganum? Við erum að bíða eftir Milik. Eina sem ég get sagt er að Zirkzee er ótrúlega góður leikmaður, en hann er samningsbundinn Manchester United. Ég get ekki bætt meiru við og við erum að einbeita okkur að allt öðrum hlutum í augnablikinu,“ sagði Giuntoli er hann var spurður út í leikmanninn.
Zirkzee þekkir ítölsku deildina vel og var með bestu leikmönnum síðasta tímabils er Bologna kom sér í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir