Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti enn einn stórleikinn í liði Inter er það vann 3-0 sigur á Sassuolo í Seríu A í dag.
Cecilía, sem er láni frá Bayern, var að halda hreinu í sjöunda sinn í deildinni á þessari leiktíð og hefur sannað sig sem ein sú besta í deildinni.
Enginn markvörður hefur haldið oftar hreinu í deildinni á þessu tímabili.
Flashscore gefur Cecilíu 8 í einkunn fyrir frammistöðuna, en hún og þrír liðsfélagar hennar voru með 8 eða hærra.
Inter er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig aðeins fjórum stigum frá toppliði Juventus eftir þrettán umferðir.
Athugasemdir