Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 16. ágúst 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert með tvo Man Utd menn fyrir aftan sig?
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið mun á næstunni formlega tilkynna um komu Alberts Guðmundssonar til félagsins. Félagið birti myndir af honum í Flórens í dag og allt bendir til þess að hann verði leikmaður félagsins. Albert er að koma á láni frá Genoa.

Fyrr í þessum mánuði samdi David de Gea, fyrrum markvörður Manchester United, við Fiorentina. Hann lék ekkert síðasta vetur en snýr nú aftur.

Annar United maður er nú orðaður við Fiorentina en það er Victor Lindelöf. Lindelöf er þrítugur miðvörður sem kom til United árið 2017 frá Benfica. Hann hefur færst aftar í goggunarröðina hjá United eftir komu Matthijs de Ligt og Leny Yoro.

Ekki kemur fram hvað Fiorentina þyrfti að greiða til að fá Lindelöf í sínar raðir. Það er ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio sem fjallar um áhuga ítalska félagsins.

Scott McTominay er einnig orðaður við Ítalíu. Napoli er sagt hafa augastað á kappanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner