Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 08:30
Sölvi Haraldsson
Brennan Johnson búinn að loka á Instagram reikninginn sinn
Johnson gekk í raðir Tottenham í fyrra.
Johnson gekk í raðir Tottenham í fyrra.
Mynd: Tottenham

Instagram reikningur Brennan Johnson, leikmanns Tottenham og velska landsliðsins, er óvirkur í dag sem vekur gífurlega mikla athygli.


Þetta gerðist í kjölfar tapi Tottenham gegn Arsenal í gær í Norður Lundúnaslagnum sem fór 1-0 fyrir Skyttunum.

Brennan Johnson átti alls ekki sinn besta leik og hefur fengið að heyra það á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Talið er að það sé ástæðan fyrir því að hann hafi lokað á Instagram reikninginn sinn tímabundið. 

Margir hafa einnig gagnrýnt hegðum stuðningsmanna Tottenham eftir leikinn og að það eigi að láta leikmenn í friði jafnvel eftir slaka leiki.

Í fyrra gerði Pedro Porro það nákvæmlega sama eftir slakan leik. Þá þurfti hann að loka á Instagram reikning eftir lélegan leik með Tottenham og núna gerir Brennan Johnson það nákvæmlega sama.


Athugasemdir
banner