Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Yamal einu marki frá Haaland
Yamal í leik með Barcelona í fyrra.
Yamal í leik með Barcelona í fyrra.
Mynd: Getty Images

Lamine Yamal er einn mest spennandi leikmaður heims fótboltans í dag. Þessi 17 ára gamli framherji hefur slegið rækilega í gegn seinustu mánuði og er einn efnilegasti, ef ekki bara efnilegasti, leikmaðurinn í boltanum í dag.


Barcelona vann núna Girona 4-1 í seinasta leik þeirra. Yamal skoraði í þeim leik tvö mjög góð mörk en hann er í alvöru gír í þessa stundina. 

Sigurinn kemur Barcelona á topp deildarinnar með 5 sigra í 5 leikjum. Mörkin þýða það að Yamal er búinn að skora þrjú mörk í La Liga og leggja upp fjögur mörk.

Hann hefur sem sagt komið að sjö mörkum hjá Barcelona á tímabilinu til þessa. Það er aðeins einn leikmaður í bestu 5 deildum Evrópu sem hefur komið að fleirri mörkum en Yamal og sá leikmaður heitir Erling Braut Haaland. Haaland er efstur á þeim lista en hann er búinn að skora 9 mörk í deildinni.

Yamal er aðeins einu marki eða einni stoðsendingu frá því að jafna Haaland. 


Athugasemdir
banner
banner