Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 16. september 2024 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sigur í fyrsta leik James með Rayo Vallecano
Rayo Vallecano vann annan leik sinn í deildinni
Rayo Vallecano vann annan leik sinn í deildinni
Mynd: Getty Images
Rayo Vallecano 3 - 1 Osasuna
0-1 Raul Garcia ('27 )
1-1 Abdul Mumin ('50 )
2-1 Andrei Ratiu ('66 )
3-1 Unai Lopez ('90 )

Rayo Vallecano lagði Osasuna að velli, 3-1, í 5. umferð La Liga á Spáni í kvöld.

Heimamenn byrjuðu á afturfótunum í leiknum. Bryan Zaragoza, sem er á láni hjá Osasuna frá Bayern München, var hættulegasti maður gestanna.

Hann átti tilraun sem Augusto Batalla varði áður en hann kom með laglega fyrirgjöf á Raul Garcia sem var tekinn niður í teignum. Ekkert var dæmt en leikmenn og þjálfarateymi Osasuma mótmælti ákvörðun dómarans harðlega. Zaragoza og Vicente Moreno, þjálfari liðsins, fengu báðir að líta gula spjaldið.

Suttu síðar komst Osasuna í forystu. Varnarmaður Rayo hreinsaði boltann hátt upp í loft. Raul Garcia bauð þá upp á fullkomna móttöku og lagði boltann fyrir sig í fyrsta áður en hann þrumaði honum efst í hægra hornið. Stórglæsilegt mark hjá Spánverjanum.

Í síðari hálfleiknum tóku leikmenn Rayo við sér. Abdul Mumin jafnaði með frábæru skoti í slá og inn á 50. mínútu og sextán mínútum síðar kom Andrei Ratiu heimamönnum í forystu.

Kólumbíumaðurinn James Rodriguez var kynntur til leiks hjá Rayo á 87. mínútu og varð þar með elsti útlendingurinn til þess að spila sinn fyrsta leik með félaginu í sögu þess. Hann tók metið af samlanda sínum, Radamel Falcao.

Þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði Unai Lopez sigurinn og lokatölur því 3-1 fyrir Rayo sem er með 7 stig eftir fimm leiki, eins og Osasuna.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 5 5 0 0 17 4 +13 15
2 Atletico Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
3 Real Madrid 5 3 2 0 9 2 +7 11
4 Villarreal 5 3 2 0 11 8 +3 11
5 Celta 5 3 0 2 13 10 +3 9
6 Betis 5 2 2 1 5 4 +1 8
7 Mallorca 6 2 2 2 4 4 0 8
8 Alaves 5 2 1 2 7 6 +1 7
9 Vallecano 5 2 1 2 7 6 +1 7
10 Girona 5 2 1 2 8 8 0 7
11 Athletic 5 2 1 2 6 6 0 7
12 Espanyol 5 2 1 2 5 5 0 7
13 Osasuna 5 2 1 2 6 10 -4 7
14 Sevilla 5 1 2 2 4 6 -2 5
15 Leganes 5 1 2 2 3 5 -2 5
16 Real Sociedad 6 1 1 4 3 7 -4 4
17 Valladolid 5 1 1 3 2 13 -11 4
18 Getafe 5 0 3 2 2 4 -2 3
19 Las Palmas 5 0 2 3 6 10 -4 2
20 Valencia 5 0 1 4 3 10 -7 1
Athugasemdir
banner
banner