Það voru nóg af íslendingum sem spiluðu í Evrópu í dag. Margir hverjir voru í tapliðum, einhverjir byrjuðu og aðrir komu inn af bekknum.
Guðmundur Þórarinsson byrjaði í 2-1 tapi FC Noah í úrvalsdeildinni í Armeníu í dag. Leikurinn var í 6. umferð deildarinnar.
Í Svíþjóð kom Hlynur Freyr Karlsson inn á í tæpt korter í leik Sirius og hans manna í Brommapojkarna. Sirius vann leikinn 3-2.
Í Serie B á Ítalíu kom Hjörtur Hermannsson inn á í lokin gegn Sassuolo. Hjörtur og félagar í Carrarese töpuðu leiknum 2-0 en bæði mörk leiksins komu í lokin.
Í Serie C á Ítalíu kom Kristófer Jónsson inn á hjá Triestina gegn Atalanta U23 í 5-1 tapi. Adam Ægir byrjaði í 1-1 jafntefli Perugia í Serie C gegn Gubbio. Staðan var markalaus þegar hann fór af velli á 54. mínútu leiksins.
Í Noregi byrjaði Sveinn Aron Guðjohnsen hjá Sarsborg 08 í 2-0 tapi gegn Kristiansund í úrvalsdeildinni þar. Í B deildinni í Noregi byrjaði Óskar Borgþórsson fyrir Sogndal einnig í tapi. Sogndal tapaði fyrir Lyn, 1-0.
Það voru fleiri í tapliðum í dag en Kristall Máni byrjaði í 2-0 tapi Sonderjyske gegn Brondby. Daníel Leó Grétarsson var sömuleiðis á sínum stað í liði SönderjyskE og var valinn besti maður liðsins í umfjöllun Tipsbladet.
Andri Lucas Guðjohnsen kom hins vegar inn á í sigurleik hans manna í Gent þegar þeir tóku KV Mechelen 2-0 í belgísku úrvalsdeildinni.
Sverrir byrjaði í hjarta varnarinnar með Panathinaikos á Grikklandi gegn hans gömlu mönnum í PAOK Thessaloniki FC. Leiknum lauk með markalausi jafntefli.