Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   fös 16. ágúst 2024 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Salah verður skrímsli"
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Atli Már Steinarsson og Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmenn Liverpool, eru sannfærðir um að Mohamed Salah muni eiga frábært tímabil með liðinu.

Núna er Salah kominn með nýjan stjóra þar sem Arne Slot er tekinn við liðinu og spurning hvernig það gengur upp. Salah er algjörlega frábær leikmaður sem skilar alltaf fullt af mörkum. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en er ekki að fara neitt alveg strax.

„Salah er að fara inn í sitt áttunda tímabil með Liverpool og það er aldrei talað um hann sem besta leikmann deildarinnar. En þetta er besti útlendingur sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni og hann er allavega topp tíu leikmaður allra tíma í deildinni að mínu mati," sagði Magnús Haukur.

„Það þarf ekki bara að vera að þínu mati, skoðaðu bara gögnin," sagði Atli Már og bætti við:

„Ég held að Salah fái nýtt líf. Hann er í alveg ruddalegu formi. Hann á ekki að faðma hliðarlínuna eins og hann var oft í. Það er hreyfanleiki og auðvitað viltu fá Salah inn á völl."

„Salah verður skrímsli, formið á gæjanum og hann er kominn með nýja hárgreiðslu," sagði Magnús Haukur.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Nýr kafli skrifaður í sögu Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner