Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 18. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Atalanta orðaður við Liverpool - „Gleður mig að heyra þetta“
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, segist afar ánægður að heyra að hann sé orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool.

Gasperini hefur þjálfað Atalanta frá 2016 og náð þar ótrúlegum árangri með liðið.

Á tíma hans hefur liðið komist þrisvar sinnum í Meistaradeild Evrópu, þar af einu sinni í 8-liða úrslit.

Gasperini er einn af mörgum þjálfurum sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Liverpool. Jürgen Klopp hættir með Liverpool í sumar og er leitin að eftirmanni hans þegar hafin.

„Auðvitað er ég glaður að heyra það að ég orðaður við Liverpool til að taka við af Klopp en öll einbeiting mín er á leiknum,“ sagði Gasperini á blaðamannafundi í dag.

Atalanta mætir Liverpool í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Atalanta leiðir einvígið 3-0 en síðari leikurinn er spilaður í Bergamó í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner