Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   sun 18. ágúst 2024 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mikael með stoðsendingu í tapi gegn Lazio - Markalaust hjá Roma
Mikael Egill í leiknum í kvöld
Mikael Egill í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala var líflegur eftir að hafa komið inn af bekknum hjá Roma
Paulo Dybala var líflegur eftir að hafa komið inn af bekknum hjá Roma
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var einn af bestu mönnum Venezia í 3-1 tapinu gegn Lazio í 1. umferð Seríu A á Ítalíu í dag.

Framarinn var í byrjunarliði Venezia og þurfti ekki langan tíma til að stimpla sig inn á nýju tímabili.

Mikael vann boltann í teignum eftir innkast, lagði boltann á Magnus Andersen sem skoraði með flottu skoti. Flott byrjun hjá Venezia eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Heimamenn í Lazio voru ekki lengi að svara. Valentin Castellanos jafnaði á 11. mínútu og þá skoraði Mattia Zaccagni annað markið úr vítaspyrnu á 44. mínútu.

Mikael kom vel frá sínu. Hann mataði liðsfélaga sína í leiknum, en þeir fóru illa með færin.

Undir lok leiks bætti Lazio við þriðja markinu er Giorgio Altare setti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá hægri vængnum.

Svekkjandi 3-1 tap hjá nýliðum Venezia í fyrsta leik. Mikael fór af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir en Bjarki Steinn Bjarkason var ekki með í dag.

Cagliari og Roma gerðu markalaust jafntefli en færin voru sannarlega til staðar.

Heimamenn í Cagliari áttu betri færi í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari fóru Roma-menn að ógna meira. Nicola Zalewski, Matias Soule og nýi maðurinn, Artem Dovbyk, fengu allir fínustu færi en nýttu ekki.

Sóknarleikur Roma efldist eftir að Argentínumaðurinn Paulo Dybala kom inn af bekknum á 69. mínútu. Hann var nálægt því að leggja upp sigurmark leiksins, en Dovbyk stangaði fyrirgjöfinni í slá.

Fullt af flottum færum en engin mörk í Sardiníu.

Cagliari 0 - 0 Roma

Lazio 3 - 1 Venezia
0-1 Magnus Andersen ('3 )
1-1 Valentin Castellanos ('11 )
2-1 Mattia Zaccagni ('44 , víti)
3-1 Giorgio Altare ('81 , sjálfsmark)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Udinese 4 3 1 0 7 4 +3 10
2 Napoli 4 3 0 1 9 4 +5 9
3 Inter 4 2 2 0 9 3 +6 8
4 Juventus 4 2 2 0 6 0 +6 8
5 Torino 4 2 2 0 5 3 +2 8
6 Lazio 4 2 1 1 8 6 +2 7
7 Verona 4 2 0 2 6 5 +1 6
8 Empoli 4 1 3 0 3 2 +1 6
9 Atalanta 4 2 0 2 8 8 0 6
10 Milan 4 1 2 1 9 6 +3 5
11 Genoa 4 1 2 1 4 5 -1 5
12 Parma 4 1 1 2 6 7 -1 4
13 Lecce 4 1 1 2 1 6 -5 4
14 Fiorentina 4 0 3 1 5 6 -1 3
15 Monza 4 0 3 1 3 4 -1 3
16 Roma 4 0 3 1 2 3 -1 3
17 Bologna 4 0 3 1 4 7 -3 3
18 Como 4 0 2 2 3 7 -4 2
19 Cagliari 4 0 2 2 1 6 -5 2
20 Venezia 4 0 1 3 1 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner