
Grindavík er búið að staðfesta komu spænska miðjumannsins Juanra Martinez á samningi sem gildir út leiktíðina.
Juanra á að hjálpa Grindvíkingum í Lengjudeildinni þar sem liðið er um miðja deild sem stendur með 17 stig úr 12 leikjum.
Juanra er miðjumaður sem hefur leikið í neðri deildum Spánar allan ferilinn.
Spánverjinn er 28 ára gamall og hefur meðal annars leikið fyrir Real Murcia í D-deildinni.
Athugasemdir