Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
banner
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
mánudagur 12. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 7. september
Þjóðadeildin A
Þýskaland 5 - 0 Ungverjaland
Holland 5 - 2 Bosnía
Þjóðadeildin B
Georgía 4 - 1 Tékkland
Írland 0 - 2 England
Úkraína 1 - 2 Albanía
Grikkland 3 - 0 Finnland
Þjóðadeildin C
Færeyjar 1 - 1 Norður Makedónía
Armenia 4 - 1 Lettland
Þjóðadeildin D
Moldova 2 - 0 Malta
Vináttulandsleikur
Rússland 0 - 0 Thailand
Bandaríkin 1 - 2 Kanada
Mexíkó - Nýja-Sjáland - 00:30
Serbia U-19 1 - 2 Montenegro U-19
Croatia U-18 - Korea Republic U-18 - 09:00
Germany U-17 3 - 0 Mexico U-17
Turkmenistan U-19 2 - 2 Wales U-19
Austria U-17 3 - 1 Finland U-17
Sweden U-20 0 - 1 Denmark U-20
France U-19 3 - 0 Mexico U-19
Iceland U-19 0 - 1 Qatar U-19
Italy U-19 2 - 1 Germany U-19
Norway U-18 3 - 5 Denmark U-18
Sweden U-18 7 - 5 Belgium U-18
Belgium U-19 0 - 3 Austria U-19
England U-17 0 - 0 Israel U-17
Lithuania U-19 1 - 2 Armenia U-19
Netherlands U-18 2 - 0 Italy U-18
Portugal U-19 4 - 0 Hungary U-19
Croatia U-19 1 - 1 England U-19
Romania U-16 2 - 2 Czech Republic U-16
Slovenia U-19 1 - 2 Poland U-19
Fiji - Hong Kong - 03:00
Vanuatu - Australia U-23 - 04:00
Uzbekistan U-21 2 - 0 Vietnam U-21
China PR U-21 1 - 0 Malaysia U-21
Cyprus U-19 0 - 2 Moldova U-19
Morocco U-17 1 - 0 South Africa U-17
Ireland U-19 0 - 0 Kazakhstan U-19
Malta U-19 0 - 0 Bulgaria U-19
United Arab Emirates U-20 0 - 1 Poland U-18
Toppserien - Women
Lillestrom W 1 - 0 Roa W
Damallsvenskan - Women
Hacken W 4 - 0 AIK W
Norrkoping W 1 - 0 Vaxjo W
Elitettan - Women
Sundsvall W 0 - 0 Sunnana W
Jitex W 4 - 2 Eskilstuna United W
Bollstanas W 1 - 0 Orebro SK W
Mallbacken W 0 - 1 Malmo FF W
Alingsas W 1 - 2 Uppsala W
Gamla Upsala W 2 - 1 Kalmar W
fim 15.jún 2023 15:40 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Eru ekki eðlilegir nýliðar

Það sem FH er að gera sem nýliðar í Bestu deild kvenna er virkilega eftirtektarvert.

FH tókst ætlunarverk sitt í fyrra með því að vinna Lengjudeildina og komast upp í deild þeirra bestu í fyrsta sinn síðan 2020. Það var verðskuldað en liðið skoraði flest mörk og fékk á sig fæst í deildinni. Liðið spilaði skemmtilegan fótbolta í leiðinni en það voru spurningamerki sett við það hvort liðið myndi halda í þann leikstíl gegn sterkari liðum í deild fyrir ofan.

Svarið er stórt JÁ; FH hefur að langmestu leyti haldið í sín einkenni og það er að skila þeim góðum árangri.

Tvær leiðir til að vinna fótboltaleik
Sumir segja að lífið sé of stutt fyrir leiðinlegan fótboltaleik. Sem stuðningsmaður einhvers liðs, þá viltu eflaust í flestum tilvikum sjá skemmtilegan og sókndjarfan fótbolta en þú vilt líka sjá árangur, þú vilt vinna. Stuðningsmenn FH eru örugglega í skýjunum þessa stundina.

FH hefur verið það lið sem hefur komið mest á óvart í Bestu deild kvenna hingað til í sumar, en um leið og liðið er að ná góðum árangri þá er það heilt yfir að spila virkilega skemmtilegan og hugrakkan fótbolta. Það er þeirra leið, þeirra DNA og það er að virka vel.

Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að kvennalið FH sé að spila skemmtilegasta fótboltann í deildinni þrátt fyrir að vera nýliðar.



„Það hefur komið mér á óvart hversu margir eru hræddir við að spila fótbolta og liggja aftur. Án þess þó að ég ætli að dæma menn. Þetta er val. Það er hægt að verjast til sigurs og það er hægt að sækja til sigurs," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, í ansi áhugaverðu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net fyrir fimm árum síðan.

Óskar var þá þjálfari Gróttu og hugmyndafræði hans var að sækja til sigurs með áhættusömum fótbolta. Sú leið virkaði fyrir Gróttu og hjálpaði liðinu að komast úr 2. deild í Bestu deildina.

„Við spilum fótbolta sem myndi örugglega flokkast sem áhættusamur fótbolti. Við mátum það þannig til þess að geta gert það að þá þyrftum við ungan leikmannahóp... við æfum mikið, hlaupum mikið. Þetta er leikstíll sem krefst mikillar orku."

Aftur ítrekaði Óskar svo: „Það eru tvær leiðir til að vinna fótboltaleiki; þú getur varist til sigurs og þú getur sótt til sigurs. Ég nenni ekki að verjast til sigurs."


„Ég nenni ekki að verjast til sigurs."

Hann kallaði svo eftir fleiri liðum í íslenskum fótbolta með hugrekki, sóknarleik sem aðalsmerki og þar sem fyrsta hugsun væri ekki: 'Ég ætla ekki að fá á mig mark'. Það eru of mörg lið í íslenskum fótbolta, og í heiminum, sem hugsa þannig.

FH, þær þora og sýna hugrekki í sínum leik. Þó þær séu á fyrsta tímabili í Bestu deildinni eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni, þá sækja þær til sigurs. Það er þeirra hugsunarháttur.

Þegar horft er á það, þá er Gróttuverkefni Óskars Hrafns ekki ólíkt því sem er í gangi í Kaplakrika þessa stundina hjá kvennaliði FH. Grótta hafði verið að flakka á milli Lengjudeildar og 2. deildar lengi vel og skorti einkenni. Það sama má líklega segja um FH, lið sem hefur verið að flakka á milli Bestu deildarinnar og Lengjudeildarinnar.

Núna er FH með sitt einkenni. FH er með yngsta lið Bestu deildarinnar og þær eru ekki hræddar við neinn andstæðing, líkt og Gróttulið Óskars. FH er með sína hugmyndafræði og sín einkenni, og það er að virka fyrir þær. Þær spila oftast sprengjufótbolta - mikinn pressubolta - og það virðist vera þannig að þeim leiðist ekkert meira en leiðinlegir fótboltaleikir; ef þú vilt sjá skemmtilegan fótbolta þá er allavega óhætt að mæla með að horfa á leiki Fimleikafélagsins í Bestu deild kvenna. Og í Mjólkurbikarnum, en þær eiga leik við ÍBV þar í kvöld.



Hafa mótað sinn stíl síðustu ár
Í viðtali við Vísi segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, að leikstíll liðsins hafi verið í mótun síðastliðin tvö ár eða frá því félagið féll síðast úr efstu deild. Félagið hefur byggt upp leikmannahóp út frá því og æfingarnar verið út frá því.

„Það tekur tíma að þróa svona stíl og byggja eitthvað DNA," segir Guðni en liðið fékk tvö ár í Lengjudeildinni til að móta sinn stíl. „Löngunin í að vinna boltann hátt uppi á vellinum og gefa andstæðingnum ekki andrými til að athafna sig með boltann er í grunninn ástæðan fyrir leikstílnum."


Guðni Eiríksson, þjálfari FH.

Það má því segja að FH hafi byrjað að þróa þennan leikstíl - sem einkennist af hápressu og sóknarleik - sumarið 2021 þegar þær léku í Lengjudeildinni. Undirritaður sá einmitt liðið spila nokkra leiki það sumar og í fyrra, og það var margt ansi athyglisvert í þeirra taktík og þeirra frammistöðu.

Leikur gegn Augnabliki í Kaplakrika á sumardegi í ágúst í fyrra kemur upp í hugann, en FH vann þann leik 1-0. Maður leiksins var Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Augnabliks, en hún varði hvert skotið á fætur öðru. Það tók tíma fyrir augað að sjá hvaða leikkerfi FH var að spila í leiknum. „FH er að spila mjög sóknarsinnað kerfi. Þær eru með þrjá varnarmenn og Sísi Láru þar aðeins fyrir framan. Svo eru allar hinar bara frammi. Besta leiðin til að lýsa þessu held ég," var skrifað í textalýsinguna.


Úr leik FH og Augnabliks.

Þarna voru engir vængbakverðir í liði FH, bara kantmenn. Þetta var ekki besti leikur FH-liðsins, en þetta var merki um það sem var í þróun. Þessi fótbolti hefur þróast og þær eru ekki alveg eins sóknarsinnaðar í Bestu deildinni - þó þær séu sóknarsinnaðar - en þær spila yfirleitt með fjögurra manna varnarlínu núna og oft með tígulmiðju. Það kerfi virðist henta þeim best í pressufótboltanum sem þær vilja spila.

„Þessar stelpur sýna fyrir hvað FH stendur; það er hjarta, sál, það er verið að leggja sig fram og þær eru að ná árangri. Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað," sagði Guðni, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Augnabliki þar sem erfiðlega reyndist að skora en þær héldu áfram og áfram að pressa.


Úr leik Þróttar og FH 2021.

FH sýndi það líka það sumarið 2021 að liðið gat gefið Bestu deildar liðum alvöru samkeppni. Þær komust alla leið í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum þar sem þær töpuðu gegn Þrótti, 4-0. Það var hörkuleikur framan af. „Við hefðum alveg getað mætt hér lagt rútunni og treyst á einhverjar skyndisóknir, en þannig er ekki leið FH. Við spiluðum okkar leik og ég held að við höfum sýnt fólki sem horfði á leikinn að FH-liðið er stórskemmtilegt lið," sagði Guðni við Fótbolta.net eftir þann leik en FH missti af sæti í Bestu deildinni það ár og fór í staðinn upp í fyrra.

„Það var gæfuspor að liðið fór ekki upp það ár. Vegna þess að við vorum ekki tilbúin og þurftum annað ár í Lengjudeildinni til að þróa og betrumbæta leikstíl liðsins. Við töldum að liðið væri klárlega tilbúið til þess að fara upp í efstu deild í fyrra," sagði Guðni við Vísi og talaði hann jafnframt um að liðið hefði lagt gríðarlega mikla vinnu á sig í vetur með styrktarþjálfara til að spila þennan ákefðarfótbolta í efstu deild. Núna eru þær orðnar mjög góðar í að spila svona fótbolta.

Þær settu strax tóninn þó úrslitin hafi ekki komið
Fyrir tímabilið í ár þá var fólk almennt ekki bjartsýnt fyrir hönd nýliðanna úr Hafnarfirðinum. Hér á Fótbolta.net var FH spáð neðsta sæti deildarinnar. Núna var komið að nýrri og stærri áskorun.



„FH-liðið er öðruvísi en öll önnur lið í þessari deild. Guðni og Hlynur eru í vegferð með liðið að spila blússandi pressubolta og sækja á mjög mörgum leikmönnum. Það er alltaf fagnaðarefni að sjá lið gera hlutina öðruvísi og er það að mínu mati styrkleiki þeirra að vera pínu ófyrirsjáanlegar. Spurningin er hvort þær haldi í þau gildi að setja línuna jafn hátt í sumar eins og þær gerðu í Lengjudeildinni í fyrra," sagði Óskar Smári Haraldsson, sérfræðingur Fótbolta.net og þjálfari Fram, þegar hann pældi í FH fyrir tímabilið.

Óskar Smári skrifaði einnig um veikleika liðsins og setti spurningamerki við varnarlínuna og það að mikilvægir leikmenn hefðu farið úr liðinu, þar á meðal fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir.


Sigríður Lára Garðarsdóttir.

Og það hafði auðvitað áhrif að missa mikilvæga leikmenn.

En þær mættu samt sem áður hugrakkar í fyrsta leik gegn Þrótti og héldu áfram að spila sinn leik og sitt kerfi, en þær voru á köflum opnar varnarlega. Sigríður Lára var búin að verja vörnina í Lengjudeildinni, en núna var hún horfin á braut og aðrir leikmenn þurftu að stíga upp. Ungir leikmenn eins og Valgerður Ósk Valsdóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir hafa fengið enn stærra hlutverk sem þær hafa þurft að venjast.

Arna Eiríksdóttir og Heidi Giles voru þá í hjarta varnarinnar gegn Þrótti, en þær höfðu komið daginn áður í liðið. Það voru nýir leikmenn að koma inn og þær þurftu tíma til að aðlagast.


Arna kom seint inn í FH-liðið.

„Við vorum að hiksta í byrjun af mismunandi ástæðum. Við bættum við nokkrum nýjum leikmönnum sem þurftu að aðlagast. Svo erum við með marga unga leikmenn sem höfðu ekki spilað í Bestu deildinni áður, og það eru ákveðnar taugar sem fylgja því," segir Shaina Ashouri, leikmaður FH, í samtali við Fótbolta.net en hún hefur verið algjörlega frábær inn á miðsvæði liðsins í sumar.

„En við höfðum alltaf trú því við vissum að þegar liðið væri komið með nokkra leiki undir beltið þá myndu hlutirnir byrja að smella, sjálfstraustið myndi byrja að byggjast upp, allt myndi koma saman og gæði okkar myndu fara að koma í ljós. Við höfum orðið betri leik fyrir leik svo ég er spennt að sjá hvernig við mætum svo liðunum sem við spiluðum við í byrjun. En við vissum að þetta tímabil myndi snúast um að sanna fyrir öllum öðrum það sem við vitum nú þegar um liðið okkar, það er að við getum keppt við þær bestu."

Þrátt fyrir að tapa 4-1 gegn Þrótti, þá átti FH samt sem áður 21 skot tilraun og var rúmlega 56 prósent með boltann. Þrátt fyrir að hafa tapað þeim leik þá settu þær samt tóninn að miklu leyti. Þær voru ekki að mæta í þessa deild til að falla frá sínum gildum og einkennum, falla frá FH-leiðinni.

Þær fóru svo í næsta leik og töpuðu gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals, 2-0. Aftur voru þær hugrakkar, en kannski líka kærulausar.


Mynd úr leiknum gegn Val. Úr þessari stöðu kemur annað mark Vals sem Ásdís Karen Halldórsdóttir skorar. Þarna er varnarlína FH gríðarlega hátt uppi og ekki mjög skipulögð.

Eins og sést hér að ofan er ákveðin áhætta tekin við að spila pressufótboltann sem FH spilar þar sem liðið á það oft til að sækja á mörgum leikmönnum og fara hátt með varnarlínuna.

Þetta er tilvik er þó kannski aðeins of mikið kæruleysi. Þetta gerist í öðrum leik tímabilsins gegn Val og má segja að liðið sé þarna enn að stilla sinn varnarleik eftir breytingar á leikmannahópnum. Síðan þá hefur þetta orðið betra. Miðverðir liðsins, Arna og Heidi, hafa verið að tengja betur og hefur FH náð að halda hreinu í síðustu þremur deildarleikjum sínum gegn Þór/KA, Selfossi og Stjörnunni. Þær hafa náð að finna betra jafnvægi í áhættusömum fótbolta sínum.

Gera andstæðingnum lífið leitt
Það sem má segja að sé skemmtilegast við að horfa á FH spila fótbolta er hugrekkið sem felst í þeirra fótbolta, þeirra leikstíl. Þær eru komnar upp í Bestu deildina en hafa haldið áfram að byggja á þeim pressufótbolta sem þær hafa spilað síðustu ár.


Shaina Ashouri, miðjumaður FH.

„FH verst í hárri pressu í 90 mínútur en þegar við vinnum boltann og erum að sækja, þá reynum við að halda í boltann. Það virkar ekki alltaf og stundum þurfum við að vera beinskeyttar. Það veltur í raun á leiknum," segir Shaina. Hún er að spila í tíuhlutverki hjá FH og lýsir hún hlutverki sínu svona:

„Mitt hlutverk varnarlega án boltans er að styðja við liðsfélaga mína. Ég er að leita að svæðum þar sem ég get hjálpað með því að komast inn í sendingar eða tvöfaldað á andstæðing til að vinna boltann. Það er líka mitt hlutverk varnarlega að þegar ég fer inn í einvígi að þá kem ég í burtu frá því með boltann. Þegar við erum í sókn og ég er ekki með boltann þá reyni ég að finna svæði til að komast annað hvort á boltann eða draga í burtu varnarmann fyrir áttuna eða sóknarmanninn í liðinu okkar."

„Með boltann er mitt hlutverk sem tíu að skapa. Hvort sem það er með því að dreifa boltanum eða með því að rekja hann áfram. Ég vil oftast spila boltanum áfram því boltinn ferðast hraðar en nokkur á vellinum," segir Shaina.


Það er mikil orka í FH-liðinu.

FH-liðið er mjög orkumikið, en FH er með yngsta lið deildarinnar með meðalaldur upp á 21,9 ár. Það er mikill ákafi í þeirra leik og þær eru með hæsta 'challenge intensity' í deildinni samkvæmt WyScout en það er tölfræði sem sýnir það hversu mikla vinnu lið er að leggja í að reyna að loka möguleikum og að reyna að ná boltanum þegar andstæðingurinn er með hann. Því hærri sem talan er, því meiri er ákafinn. FH er að skora hátt í þessari tölfræði, 7,3.

FH er þá með 8,55 í PPDA (Passes Per Defensive Action) og er ansi gott pressulið, en ákafinn í pressunni er gríðarlega eftirtektarverður. Þær eru að brjóta mest í deildinni (8,81 sinnum að meðaltali í leik) og eru líklega að hlaupa mest þó það sé ekki hægt að fullyrða það þar sem ekki er hægt að nálgast hlaupatölur úr deildinni. FH er að spila á mörgum leikmönnum þar sem það krefst mikillar orku að spila þeirra leikstíl, en liðið hefur gert flestar skiptingar af öllum liðum deildarinnar.


Úr leik Stjörnunnar og FH á dögunum.

„Jafnvel þó að við séum nýliðar þá erum við ekki að falla djúpt og sitja til baka. Það er aðallega vegna þess að við teljum okkur vera með gæðin til að keppa á móti liðum í Bestu deildinni og við þurfum ekki að reyna að spila 'öruggt'. Í öðru lagi, þá held ég bara að það sé ekki í DNA FH að sitja til baka og bíða. Við gætum gert það og reynt að spila hlutina 'öruggt' en við erum mjög gott lið og þó að við séum nýliðar held ég að við séum að sýna fólki að við höfum gæði til að keppa við bestu liðin í Bestu deildinni og við erum að gera það með því að halda okkur við okkar leikstíl," segir Shaina og bætir við:

„Ég held að leikstíll okkar sé að virka vel því allir leikmenn liðsins trúa á hugmyndafræðina. Ég held líka að þetta virki vel fyrir okkur vegna þess að hinum liðunum í deildinni líður ekki þægilega við að vera undir mikilli pressu alls staðar á vellinum í 90 mínútur svo það neyðir þau til að gera mistök. Um leið leyfir það okkur að endurheimta boltann og skapa sóknarstöður."

Eins og Shaina segir, þá er þessi fótbolti að leyfa FH að endurheimta boltann og skapa sóknarstöður. Þær unnu 2-0 sigur gegn Selfossi á dögunum og kom seinna markið akkúrat eftir að þær unnu boltann hátt upp á vellinum.


Selfoss er með boltann í öftustu línu og reynir að spila út.


Áslaug Dóra fær boltann en hún er strax sett undir pressu og reynir hún að spyrna fram. Það er alltaf næsti maður hjá FH í pressuna á boltamanninn í hinu liðinu, en þarna vinna þær boltann mjög hátt upp á vellinum.



Shaina fær boltann og kemur honum strax upp í svæðið.


FH heldur áfram í sókninni og að lokum verður til mark sem gulltryggir þeim sigurinn í leiknum. Þetta er það sem FH vill gera, þær vilja að andstæðingnum líði óþægilega, og þær eru góðar í því.



Shaina segist njóta þess að spila þennan leikstíl.

„Mér finnst gaman að spila hápressu því það gefur okkur möguleika að endurheimta boltann oftar og hraðar. Jafnvel þó það séu miklar kröfur gerðar til þín að vera að gera það í 90 mínútur þá vil ég miklu frekar hápressa en að sitja djúpt og bíða eftir boltanum. Við erum lið sem mun vinna mikið og berjast við andstæðinginn og það er ekkert meira gefandi en að vera í liði sem er með mikla vinnslu og leggur mikið á sig."


Shaina í leik með FH í sumar.

Hún segir að liðið verði að byggja upp sjálfstraust sóknarlega.

„Í sókn þurfum við að byggja upp sjálfstraust til að halda boltanum betur þegar við vinnum hann. Því þú sérð að þegar við gerum það, þá erum við að ná árangri og byggja upp frábærar sóknir og skora úr þeim sóknum. Og leik fyrir leik er sjálfstraustið að aukast. Við getum haldið áfram að byggja á sjálfstraustinu okkar með því að halda boltanum og njóta hans þegar við vinnum hann. Með því að gera það verðum við enn meiri ógn vegna þess að þá fáum fleiri sóknarstundir. Við höfum þegar sýnt gæðin sem við höfum og það er það sem gerir árásir okkar hættulegar. Ímyndaðu þér núna ef við getum haldið í og hreyft boltann betur og skapað enn fleiri sóknarfæri," segir Shaina.

FH er að gefa 315 sendingar að meðaltali í leik sem er það fjórða lægsta og þær halda ekkert sérlega vel í boltann, um 48 prósent að meðaltali. Eins og Shaina nefnir þá er það eitthvað sem þær vilja gera betur. En það sem er aftur á móti skemmtilegt, er að þegar þær vinna boltann þá horfa þær strax fram á við, í átt að markinu.


FH fagnar marki.

Ekki oft sem maður sér svona nýliða
Það er ekki oft þar sem maður sér nýliða eins og FH, sem mæta af svona miklum sóknarþunga inn í nýja deild eftir að hafa spilað í deild fyrir neðan tímabilinu á undan.

FH er með 15,03 í xG sem sýnir að þær eru að skapa sér mikið af færum, en meðaltalið í Bestu deildinni í sumar er 11,32 í xG.

Þær eru þá búnar að eiga næst flest skot af öllum liðum deildarinnar og eru langt yfir meðaltali í snertingum innan teigs. Þær eru með fáar sendingar en þær eru fljótar að snúa vörn í sókn. Það er óhætt að segja að þær séu tilbúnar að sækja til sigurs. Það er í raun sama hver andstæðingurinn er, þær mæta yfirleitt alltaf af krafti og með mikinn ákafa í sinn leik.

Þær mættu Val í annarri umferð, Íslands- og bikarmeisturum. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda. En FH byrjaði á því að pressa af krafti og hefðu hæglega getað komist yfir.


Valur tekur innkast. FH-ingar eru nálægt sínum mönnum og eru tilbúnar í pressu. Lára Kristín Pedersen nær að taka á móti boltanum en skilar honum svo aftur á Elísu Viðarsdóttur, sem tók innkastið.

Við það hefst pressan. Elísu ákveður að senda boltann fram og FH heldur áfram pressu sinni. Þær vinna boltann með miklum ákafa.

Og fara beint í sókn.



Úr verður dauðafæri eftir að Mackenzie George stingur sér í gegn.


Þetta eru ekkert eðlilegir nýliðar. Það þykir kannski eðlilegast sem nýliðar að verjast til sigurs, sækja á 1-2 mönnum og liggja til baka. En það er ekki stíll FH. Þær pressuðu Val vel í gegnum leikinn í annarri umferð og mættu þeim hátt á vellinum eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Myndin sýnir meðalstöður leikmanna í leiknum, en FH er í svörtu á myndinni.



Einn besti markvörður deildarinnar og betri varnarleikur
Eins og sjá mátti gegn Val þá eru þær tilbúnar að taka áhættu, þær spilu áhættusaman fótbolta. Þær pressa hátt og sækja á mörgum mönnum.

Þær eru með 13,7 xGA (expected goals against) og eru að fá á sig nokkuð mikið af færum, en þá hjálpar að vera með góðan markvörð.

Aldís Guðlaugsdóttir, sem er efnilegur markvörður, hefur tölfræðilega séð verið einn besti markvörður deildarinnar en hún hefur komið í veg fyrir 2,47 mörk sem er ansi gott.


Aldís Guðlaugsdóttir.

Varnarleikurinn hefur verið betri í síðustu leikjum en hann var í upphafi móts og ber að hrósa þeim sérstaklega fyrir leikinn gegn Stjörnunni, liðinu sem spáð var Íslandsmeistaratitlinum fyrir mót. Þær hafa aðeins náð að stilla sig varnarlega þó þær séu hápressulið.

Gott dæmi um það er síðasti leikur liðsins gegn Stjörnunni þar sem þær byrjuðu frábærlega, fjölmenntu sóknarlega og komust í 2-0.


Sóknaruppbygging fyrir annað mark FH. Þegar boltinn fer yfir miðju þá eru sjö leikmenn FH komnir yfir miðju og tilbúnir að fara með í sóknina. Þær þrýsta Stjörnunni aftur og skora svo gott mark með því að fjölmenna í teiginn.


Þær voru svo frábærlega skipulagðar, hlupu mikið, unnu mörg einvígi og héldu hreinu í leiknum. Líkt og áður segir þá hafa þær núna haldið hreinu í þremur leikjum í röð. Ef þær ná að finna jafnvægið á milli varnar og sóknar og ná að halda orkunni sem felst í því að spila þennan fótbolta, þá gætu þær svo sannarlega orðið illviðráðanlegar í sumar.

„Annars getum við ekki kallað okkur stórt félag"
Markmið FH er að vera í efstu deild, það er alveg klárt mál.

„Við þurfum að sjá til þess að Fimleikafélagið verði áfram í efstu deild. Það skiptir miklu máli fyrir félagið að eiga bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Annars getum við ekki kallað okkur stórt félag. FH á að vera þarna og við munum reyna að gera okkar til að sú verði raunin," sagði Guðni, þjálfari liðsins, við Fótbolta.net fyrir tímabilið.



Og FH er að spila eins og stórt félag inn á vellinum.

Þær pressa alls staðar á vellinum - þar sem hver einasti leikmaður er tilbúinn að hlaupa gríðarlega fyrir liðið - og gera þannig andstæðingnum lífið leitt. Þær hafa farið í flest einvígi (defensive duel) í Bestu deildinni í sumar eða 819 talsins og hefur liðið unnið 67,8 prósent þeirra sem er ansi gott. Leikur þeirra snýst mikið um að fara í þessi einvígi og gera það af krafti, að vinna boltann aftur.

Það verður að hrósa félaginu fyrir það hvernig hópurinn var styrktur fyrir tímabilið en allir erlendu leikmennirnir eru búnir að spila virkilega vel og ungir leikmenn liðsins hafa komið vel inn. Shaina er með mikil gæði og svo hefur Mackenzie George, sem kom frá Bandaríkjunum, verið einn besti leikmaður deildarinnar. Mackenzie er góð í að taka andstæðinginn á og sóknarlega virðist alltaf eitthvað vera að gerast í kringum hana.

FH hefur byggt upp hóp sem er tilbúið að spila þann fótbolta sem liðið vill spila, og eins og Shaina nendi hér að ofan þá hafa allir leikmennirnir trú á hugmyndafræðinni og verkefninu.


Mackenzie George er mjög öflugur leikmaður.

„Okkar plan í sumar er bara að taka leik fyrir, og við förum inn í hvern leik hugsandi það að við getum unnið hann. Þetta er langt tímabil og deildin er jöfn. Ef við getum haldið áfram að berjast og taka þrjú stig þá getum við endað ofar en allir fyrir utan liðið okkar hugsuðu sér. En eins og ég segi, þá tökum við bara leik fyrir leik," segir Shaina að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Það verður afar fróðlegt að sjá hvort FH nái að halda áfram að berjast í efri hluta Bestu deildarinnar, en það er gríðarlega virðingarvert hvernig liðið hefur haldið í gildi sín gegn sterkari andstæðingum í ár. Það er mikið hugrekki í því fólgið og það er gaman að fylgjast með því. FH er klárlega eitt skemmtilegasta lið landsins að horfa á þessa stundina, ef ekki það skemmtilegasta.
Athugasemdir
banner