Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   fös 21. mars 2014 16:57
Magnús Már Einarsson
Geir Þorsteins: Okkar réttur er því miður enginn
Albert í leik með Heerenveen.
Albert í leik með Heerenveen.
Mynd: Heimasíða Heerenveen
,,Ég man ekki eftir því að okkur hafi verið neitað um leikmann í U17 ára landsliðið," sagði Geir Þorsteinsson formaður KSÍ við Fótbolta.net síðdegis í dag um fréttir þess efnis að Heerenveen hafi bannað Alberti Guðmundssyni að taka þátt í millirðili fyrir EM með U17 ára landsliði Íslands.

Keppni í milliriðli fer fram í Portúgal í næstu viku en ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því getur Heerenveen bannað Alberti að spila leikina.

,,Almenna reglan fyrir lausn leikmanna fyrir landsleiki er mjög einföld og hún gildir fyrir alþjóðlega leikdaga. Þá breytir engu hversu gamall þú ert. Við eigum ekki réttinn, þeir eiga réttinn," sagði Geir en KSÍ reyndi ítrekað að ná samkomulagi við Heerenveen.

,,Ég átti síðast ítarlegt spjall við framkvæmdastjóra félagsins í dag. Ég er mjög ósáttur með þessa niðurstöðu en okkar réttur er því miður enginn. Það er leiðinlegt að félagið skuli taka allan réttinn."

Albert hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og það spilaði inn í ákvörðun Heerenveen. Hann hefur þó æft með liði Heerenveen undanfarna daga.

,,Hann hefur verið að glíma við meiðsli og þeir telja að hann sé ekki leikfær," sagði Geir.
Athugasemdir
banner